22.1.2009 | 22:13
Farsími, Guantanamo eða Gaza?
Ég held að yfirumsjónarmaður erlendra frétta á Mogganum þurfi að fara að hreinsa út nokkrum vanhæfum blaðamönnum hjá sér. Farsími fyrsti pólitíski sigur Obama í embætti!!!! Já, auðvitað!
Ætli það sé ekki nær að segja að lokun Guantanamo-búðanna sé hans fyrsti pólitíski sigur í embætti, þó svo að hann standi ekki við loforðið að loka þeim strax heldur lætur lokuna taka eitt ár.
Stærsti sigur Obama í dag er því að mínu mati áskorun hans til Ísraela um að halda landamærum Gaza opnum svo að matvæli og lyf gætu borist "saklausum" íbúum Palestínu.
Þessi orð Obama um sakleysi Palestíumanna bendir til þess að hann taki undir með þeim sem gagnrýna Ísraela fyrir að refsa heilli þjóð fyrir hegðun fáeinna stríðsglaðra landsmanna sinna (kollektívt straff, en það er bannað samkvæmt alþjóðalögum). Á grundvelli þessarar áskorunar Obama má ætla að hægt sé að ákæra Ísrael fyrir stríðsglæpi án þess að USA beiti neitunarvaldi sínu gegn því.
Hegðun íslensku lögreglunnar undanfarið minnir reyndar mjög á framkomu Ísraelshers. Ráðist er með táragasi gegn öllum mótmælendum, alveg óháð því hversu friðsamir þeir séu (og auðvitað án tillits til réttmætis aðgerða þeirra), þ.e. öllum refsað fyrir heimskulega framkomu lítils hóps uppivöðsluseggja.
Ætli það sé ekki hægt að lögsækja lögregluna fyrir að brjóta á rétti almennings til friðsamlegra mótmæla?
Fyrsti pólitíski sigur Obama í embætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hið leiðinlega mál sem varðar lokun Guantanamo búða er enginn sigur enn sem komið er. "Sigur" mun það ekki kallast fyrr en fangelsinu hefur verið lokað. Að mínu mati verður lokun fangelsisins enginn sigur, en við getum talað um það mál endalaust.
Obama hefur barist fyrir því að geta notað Black Berry samskiptaþjónustuvef leynisþjónustunar sem er sá allra besti og leynilegasti í heimi. Hann vann þann sigur. Obama tók við embætti í fyrradag og er þetta því hans fyrsti pólítíski sigur.
Ég veit ekki hvernig þú getur komið Gazaa inn í umræðuna þar sem fréttin snýst ekki á nokkurn hátt um Gazaa eða hvað þá "sigur" í pólítískum skilningi. Sjóleiðis að ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara félagi ;-)
Siggi Lee Lewis, 22.1.2009 kl. 23:00
Væri þá ekki réttara að kenna þessum litla hópi glæpamanna sem valda þessum óeirðum í bænum um í stað þess að gagnrýna lögregluna sem að sjálfsögðu notar þau tól sem henni standa til boða.
Undirmönnuð, þreytt, ergileg, svöng og umvafin hundruðum einstaklinga sem hafa þá að háði og spotti, grýta þá með því sem hendi er næst og gera sig næst líklega til að kveikja í þeim....heldurðu að þeir hafi kannski tíma til að tölta á milli fólks og spyrja "varst þetta þú?".
Nei kallinn minn, ef þú tekur þátt í mótmælum sem síðan fara á versta veg þá tekurðu afleiðingunum...alveg sama þó þú hafir ekki gert "neitt". Það má líkja þessu við að setjast upp í bíl með blindfullum einstakling, þú veist alveg hvað getur gerst, en kýst að hunsa það. Þess vegna fer ég ekki í bæinn, í það minnsta ekki fyrr en búið er að uppræta þenna litla hóp rósturseggja.
Hefur þú íhugað það að þetta sé fólk? Þau skulda, eiga börn og maka, hús og bíl. Eru kannski með erlent lán jafnvel. Hefur þú íhugað að mögulega langi þeim til að standa hinum megin við reipið og mótmæla en í staðinn þá sinnir það sínu starfi, andspænis ofurefli og óvissu um hvað getur gerst.
Ætli einhver íhugi það?
Ellert Júlíusson, 23.1.2009 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.