23.1.2009 | 13:25
Talar maðurinn þvert um hug sér?
Það vita allir sem eitthvað hafa fylgst með fréttum eða verið á vettvangi að lögreglan miðar piparúða beint að fólki - og það mjög handahófskennt, hvort sem verið sé að ögra henni eða ekki.
Þá var beiting táragass greinilega mistök og gerði aðstæður allar miklu hættulegri en áður fyrir lögregluþjónana.
Viðbrögð mótmælenda eftir atburði fimmtudagnæturinnar hafa verið mjög til fyrirmyndar - og einnig þegar lögreglan var skýld. Þessi ákveðnu viðbrögð hafa gert það að verkum að krakkaskríllinn hefur ekki látið sjá sig á vettvangi egftir það.
En - annað hvort er lögreglustjórinn svona forhertur í þessu viðtali eða svo huglítill að hann þorir ekki að ráðast gegn lögreglustéttinni. Hún hefur jú verið með athugasemdir um stjórnun hans fyrr - enda kemur hann að utan í embættið (enn ein pólitísk stöðuveiting Björns Bjarnasonar).
Ljóst er að Stefán Eiríksson mun aldrei geta tekið á þeim brotum í starfi sem lögreglumenn hafa verið uppvísir að og því til einskis að vænta einhvers úr þeirri átt.
Annars til hamingju Þóra Kristín með vel unnið verk, þ.e. góða klippingu myndræns efnis meðan á viðtalinu stóð! Mogganum er ekki alls varnað með þig innanborðs!
Afbrotamenn í götubardaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 20
- Sl. sólarhring: 79
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 459299
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 331
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Torfi, piparúðinn myndi nú ekki gera mikið gagn ef honum væri ekki beint gegn fólki.
Þegar stór hópur stendur andspænis lögreglunni og hluti er með læti og ofbeldi þá er ekki hægt að greina nákvæmlega á milli. Þeir sem eru saklausir verða bara að færa sig frá þegar lögreglan skipar þeim burtu til þess að rýma svæðið, annars verða þeir úðaðir. Einfalt mál.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:59
Það á ekki að sprauta úðanum beint í andliðið á fólki segir lögreglustjórinn sjálfur í viðtalinu, myndskeiðin og myndirnar tala svo sínu máli Þorgeir og eru ótvíræð sönnunargögn um misbeitingu.
Georg P Sveinbjörnsson, 26.1.2009 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.