Afdráttarlaus yfirlýsing um áframhaldandi samstarf!!!

Já, Ingibjörg Sólrún lætur ekki að sér hæða.

Hún tekur ekkert tillit til samþykkta þriggja stærstu samfylkingarfélaganna á landinu, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, um að slíta strax stjórnarsamstarfinu - og leita samvinnu við VG og Framsókn fram að kosningum að vori.

Í stað þess segir hún að "stjórnarflokkarnir verði að sjá til þess" að landinu verði stjórnað, þ.e. af núverandi stjórnarflokkum, og að Samfylkingin "muni ekki hlaupa frá því verki".

Afdráttarlausari yfirlýsingu með áframhaldandi stjórnarsamstarfi er varla hægt að gefa - og ekki heldur hægt að hafna á eins afdráttarlausan hátt beiðni stórs hluti kjósenda Samfylkingarinnar.

Aðeins þrjiðjungur kjósenda flokksins styður þessa ríkisstjórn og fylgið hefur hrunið af Samfylkingunni undanfarið (aðeins tæp 17% þjóðarinnar ætla að kjósa flokkinn í þessari stöðu).

Ljóst er að Ingibjörg Sólrún hefur leitt flokk sinn í algjörar ógöngur, en nú tekur steininn úr. Hengiflugið eitt bíður flokksins ef ekkert verður að gert.

Sem betur fer er flokksstjórnarfundur um miðjan febrúar, en hann fer með æðsta vald flokksins milli kosninga.

Þá er hægt að setja Ingibjörgu Sólrúnu af og snúa flokknum af þessari óheillabraut. Aðeins ný forysta getur bjargað Samfylkingunni úr þessu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún komin heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband