Ef augað þitt hneykslar þig ...

Enn eru sjálfstæðismenn og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að reyna að notfæra sér ummæli mótmælenda um veikindi Geir Haarde forsætisráðherra. Mogginn hefur nú blandað sér í þann leik og nafngreinir fólk sem nennir ekki að taka þátt í samúðarleiknum með stjórnarliðum.

Ég vil benda á hvað veikindi Geirs varðar að hann telur sjálfur mjög miklar líkur á að hann komist yfir þau - og að starfsþrek sitt muni ekki skerðast vegna þeirra, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Þessi veikindi hans eu þannig ekki mjög alvarleg, þó svo að aldrei sé að vita hvað svona illkynja æxli gera.

Þá var í fréttum Sjónvarpsins í kvöld ágætis úttekt á þeim stjórnmálamönnum sem hafa gengið í gegnum veikindi undanfarin ár, þar á meðal Davíð Oddsson sem virðist hafa veikst mun alvarlegar en Geir núna (þ.e. með illkynja æxli í nýra og í svæðum þar í kring), en hélt samt embætti, stöðu sinni í ríkisstjórninni og er fjallbrattur í dag. Sama gilti með Halldór Ásgrímsson.

Mér sýnist Geir nota tækifærið nú, þegar hann greinist með æxlið, til að segja af sér embætti forsætisráðherra. Því skil ég vel þá sem telja að það séu ekki veikindi hans sem er aðal ástæða afsagnarinnar, heldur ástandið í þjóðmálunum. Það að hvorki Davíð Oddsson né Halldór Ásgrímsson sögðu af sér vegna sinna veikinda, styrkir og þá skoðun.

Viðbrögðin nú hjá stjórnarsinnum sýnir því að mínu mati ekkert annað en málefnafátækt. Þau eru tillraun til að kasta persónulegri rýrð á fólk því málstaður þeirra er horfinn. Engin rök eru lengur til.

Því láta mótmælendur þessa níð í sinna garð, og þessi veikindi forsætisráðherra, ekkert á sig fá og halda ótrauð áfram mótmælum sínum á morgun, laugardag kl. 15.00! 


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gyða Dröfn Hannesdóttir

gott að vita að ég er ekki ein um að hugsa þetta svona

Gyða Dröfn Hannesdóttir, 23.1.2009 kl. 20:43

2 identicon

Ég er alveg sammála.

Rósa (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 20:57

3 identicon

Hefði hugsanlega farið og mótmælt á morgunn ef dagurinn í dag hefði ekki runnið upp en þið Ílla gefnu vitleysingar eruð búin að sjá til þess að ég mun aldrey láta sjá mig í kringum svona SKRÍL.

Óskar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Sigurbjörn Gíslason

Það er eitt að hafa skoðanir á mönnum og annað að vera svo foráttu heimskur að láta sér detta í hug að láta svona lagað út úr sér. Skammastu þín!!!!

Sigurbjörn Gíslason, 23.1.2009 kl. 21:58

5 identicon

"Þessi veikindi hans eu þannig ekki mjög alvarleg, " og hvað í andskotanum þykist þú vita um það??
"Því láta mótmælendur þessa níð í sinna garð, "  Ekki segja mér að þú sért þá að vitna í fréttina?  Ertu semsagt að segja að það sé verið að nýðast á mótmælendum þegar birt eru ummæli þeirra um að forsætisráðherra sé heppinn að hafa veikst???

Þú ættir að skammast þín... að láta svona vitleysu upp úr þér!  Það ætti að taka af þér bloggleyfið!

Joseph (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 01:07

6 identicon

Er skríllinn aftur mættur á bloggið mitt og telur sig umboðinn að kenna öðrum mannasiði?

Geir sagði þetta einfaldlega sjálfur í viðtalið við hann, þ.e. að það ætti að vera auðvelt að komast fyrir meinið og að hann myndi halda fullri starfsorku eftir uppspurð og meðferð. En vegna þess að ekkert væri öruggt um það þá gefi hann ekki kost á sér sem áframhaldandi formaður flokksins á næsta landsfundi. Fréttin er orðrétt þessi:

"Ég er bjartsýnn á að sigrast á þessum veikindum og er sagt að batahorfur séu ágætar og ég geti vænst þess að ná fullri starfsorku á næstu mánuðum hið minnsta. Hins vegar er aldrei hægt að útiloka að mál sem þessi geti þróast til verri vegar þegar til lengri tíma er litið," segir Geir.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:01

7 identicon

Nákvæmlega!

Við höldum áfram, ótrauð!!

Gunnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband