25.1.2009 | 11:35
Alvarlegar ásakanir
Björn Bjarnason setur þarna fram mjög alvarlegar ásakanir því orðið "að veitast að" þýðir í raun að ofbeldi eða árás. Dómsmálaráðherrann er þannig í raun að saka tvo alþingismenn um ofbeldi gagnvart lögreglunni.
Ef það er ekki ástæða til að kæra þessi ummæli Björns þá veit ég ekki hvenær slík ástæða er fyrir hendi. Ummælin er þeim mun alvarlegri vegna þeirrar stöðu sem hann gegnir, þ.e. yfirmaður dóms- og lögreglumála í landinu.
Þá má líta á ummæli hans um réttmæta gagnrýni á framgöngu lögreglunnar sem beina hvatningu til þeirra um að halda áfram ofbeldisverkum sínum: hrinda fólki sem gerir þeim ekkert, beina piparúða beint í andlit fólks, lemja fólk með kylfum sem snýr við þeim baki - og láta táragassprengjur rigna yfir alla mótmælendur (og áhorfendur) alveg án tillit til þess hvort þeir hafi ógnað lögreglunni eða ekki.
Nei, nú er mælirinn fullur. Það er kominn tími til þess að Björn Bjarnason fari frá.
Björgvin G. Sigurðsson axlaði loksins ábyrgð á hruninu og á því aðgerðarleysi sem ríkt hefur síðan - og sagði af sér.
Í skjóli Björns Bjarnasonar sem yfirmanns dóms- og lögreglumála hefur mesti þjófnaður Íslandssögunnar átt sér stað.
Því er krafan einföld: Burtu með manninn. Hann er ekki aðeins vanhæfur. Hann er beinlínis hættulegur þjóðinni.
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 458041
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.