Staðið sig mjög vel??

Er ekki kominn tími fyrir þig Ingibjörg Sólrún að segja líka af þér? Þessi sýndarleikur er að verða nokkuð þreytandi.

Ég held að ekki hafi verið hægt að standa sig verr en Björgvin G. gerði. Banka- og fjármálastofnanir eru jafn eftirlitslaus og áður og haldið áfram á sömu braut og fyrir hrun.

Laun og annar kostnaður vegna skilanefndanna er síðasti skandallinn sem gerist undir "stjórn" (les stjórnleysi) Björgvins.

Reyndar skil ég ekki alveg, fyrst hann var að reka Jónas Fr. á annað borð, af hverju Björgvin hélt ekki áfram um stund, réði nýjan yfirmann og stjórn Fjármálaeftirlitsins og samdi nýjar reglur um starfsemi þess? Hann hleypur þannig frá hálfkláruðu verki.

Þá finnst mér nokkur bjartsýni hjá Björgvin að ímynda sér að hann eigi sér einhverja framtíð í pólitík. Ef Samfylkingin velur hann sem forystumann flokksins á Suðurlandi þá mun flokkurinn bíða mikið afhroð þar.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 458040

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband