Enn lýgur Björn Bjarnason!

Það er ljóst að þeim er illa við fjörbrotin, sumum íhaldsráðherrunum. Þorgerður Katrín fer nú hamförum og heldur að hún vinnur fylgi með því.

Björn Bjarnason er hins vegar við sama heygarðshornið, þ.e. gömlu fastistalygina, sem gengur út á það að klína sem mestu á (meintan) andstæðinginn í von um að það taki hann einhvern tíma að hreinsa af sér óþverrann (smjörklípuaðferðin).

Ég vil benda á að það eru langflestir fræðimenn, þar á meðal lagaprófessor við HÍ, sammála túlkun Ólafs Ragnars.

Geir getur ekki lengur gert "tillögu um þingrof" (auðvitað getur hann gert tillögu um þingrof, það er jú "tillögu"frelsi í landinu, en hann getur ekki rofið þing, en það hlýtur Björn að meina) þessa fáu klukkutíma sem hann mun enn sitja sem slíkur í hinni svokölluðu starfsstjórn.

Merkileg þessi umbrot í Birni. Hann er jú á leið út úr pólitík en reynir samt að skilja eins mörg lík og hann getur eftir á slóðinni. Ef þetta væri í hernaði (sem hann dreymir jú greinilega um að vera í) þá væri það kannski í lagi. En þegar líkin eru eftir mannorðsdráp þá versnar í því. 

Vonandi gengur næsti dómsmálaráðherra í að rannsaka og kæra ofbeldisbrot lögreglunnar í nýafstöðnum mótmælum - og leysa upp sérsveitina hans Björns. Þá mætti ógilda nokkrar embættisveitingar hans (eða leppa hans).

Já, það er sannarlega kominn tími til að fletta ofan af Birni Bjarnasyni og hans framgöngu í ráðherradómi. 

 

 


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Hvar lærðir þú þína lögfræði? 

Annars hef ég aldrei séð svona óvönduð skrif hjá Birni Bjarnasyni.

Smjerjarmur, 27.1.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband