19.3.2009 | 15:39
Af hverju nú?
Ótrúlegt að heyra þessi viðbrögð Vilhjálms nú, ekki síst í ljósi þess að ekkert heyrist frá honum né forstöðumönnum iðnaðarins þegar vextirnir voru hækkaðir sí og æ, og að lokum upp í 18% í tíð hægri stjórnarinnar og bankastjóratíðar Davíðs Oddssonar. Skyldi vera að það skipti framkvæmdastjóra samtaka atvinnulífsins máli hverjir sitja í stjórn hverju sinni?
Reyndar er þessi lækkun fáránlega lág, ekki síst í ljósi þess hversu ákaft Vinstri-grænir börðust gegn hávaxtastefnu fyrri ríkisstjórnar (og gegn AGS). Kjötkatlanir virðast hafa lækkað í þeim röddunum.
VG verða því að taka sig á og sýna að þeim var alvara með að lækka vextina sem um munaði, fyrir lántakendur í landinu, fyrir almenning og fyrir atvinnulífið. Annars er hætt við að flokkurinn fái á sig sama stimpil og aðrir flokkar, að sækjast aðeins eftir völdum valdanna vegna, en ekki málefnanna.
Ótrúlega lítil lækkun" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 459083
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endemis þvaður er þetta. Ekki bara bulla út í loftið, athugaðu hlutina áður en þú slengir svona dylgjum fram.
Mér fannst um stund eins og ég væri eitthvað farinn að ryðga fyrst þú fullyrtir þetta. Mér fannst ég muna fullvel sífelld mótmæli Vilhjálms og SA í hvert þegar stýrivextir voru hækkaðir og þess á milli sífelld áköll um lækkun. Besta ráðið til þín er að slá inn "vilhjálmur stýrivextir" á google og lesa niðurstöðurnar.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 19.3.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.