27.5.2009 | 07:01
Loksins almennilega unnin frétt!
Loksins fær maður hlutlaust unna frétt um þjónustutilskipun ESB, þ.e. að með henni sé verið að reyna að komast undan áunnum réttindakerfum launþega í Vestur-Evrópu með því að flytja inn vinnuafl frá Austur-Evrópu á austur-evrópskum kjörum.
Reyndar er rökstuðningur Ögmundar Jónassonar um undanþágurnar nokkuð undarlegar, þar sem vandamálið er ekki mikið innan heilbrigðiskerfisins heldur fyrst og fremst í byggingarbransanum, eins og við þekkjum til hér heima, og í láglaunastörfum í öðrum iðnaðargreinum.
Athyglisvert er að ekkert heyrist í verkalýðshreyfingunni um þessi mál. Norska alþýðusambandið er hins vegar mjög ákveðinn andstæðingur tilskipunarinnar og reyndar einnig Evrópusambandsins eins og það leggur sig.
Ætli þögn íslenska Alþýðusambandsins byggist ekki á áróðri þess fyrir inngöngu í ESB? Mótmæli gegn einni tilskipun þaðan gæti því virkað annarleg í öllum ESB-áróðrinum.
Er ekki kominn tími til fyrir íslenska launþega að endurskoða afstöðu sína til verkalýðsforystunnar, einkum í Alþýðusambandinu? Hún gæti alls ekki hagsmuna síns fólks, heldur hagar sér eins og ríki í ríkinu í krafti eignarhaldsins yfir lífeyrissjóðunum.
Tilskipun ESB innleidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 5
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 360
- Frá upphafi: 459284
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 319
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fréttini má lesa að þetta var samþykkt með "fyrirvörum", hvað sem það á nú að þýða.
Fréttin er í raun að tilkynna að þjónustutilskipun ESB verður einungis innleidd með formlegum hætti en ekki í heild sinni. Þetta segir okkur bara það að ekki einu sinni Samfylkingarmenn vilja taka við öllum þeim skít sem kemur frá Brussel.
Samt sem áður þykjast þeir hafa áhuga á að gera Ísland að fullgildum meðlimi í sambandinu...
Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 07:39
Já vegna óstöðugleika krónurnar. Og hvssvegna er hun svona óstöðug??? Viljum við opna dýrnar fyrir Petur og Pál hingað til landsins. Skoðið vandamál Danmörku og Bretlands. Enda sé ég ekki að Ísland uppfylli kröfur um inngöngu. Þjóðin er stór skuldug.
Anna , 30.5.2009 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.