Hver borgar?

Ég trúi nú frekar Grænfriðungum en Kristjáni í þessu máli, enda kemur hvergi fram í máli hans að markaður sé fyrir hvalkjöt í Japan.

Síðast þegar hvalveiðar voru leyfðar hér við land þá lá kjötið í freystigeymslum í yfir eitt ár áður en leyfi fékkst í Japan til að flytja það inn. Engar sögur hafa heldur farið af því hvort tekist hafi að selja kjötið.

Ég velti þá fyrir mér hver hafi borgað veiðikostnaðinn, þar sem engar tekjur fengust upp í hann. Það virtist vera ríkisleyndarmál enda nær öruggt að ríkissjóður hafi greitt hann. Þá var hægri stjórn við völd og síðan íhald og kratar.

Nú hins vegar er komin vinstri stjórn sem samt sem áður virðist ætla að styrkja Kristján Loftsson í vonlausri hvalaútgerð hans. Ætlar hún virkilega að borga veiðikostnaðinn fyrir Stjána bláa?

Skyldi Kristján hafi greitt í kosningarsjóði allra íslensku stjórnmálaflokkanna?


mbl.is Uppspuni hjá Grænfriðungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er sannarlega rannsóknarefni.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

hvers vegna ætti Kristján að vera að ljúga??

haldið þið að hann hafi einhvern ávinning af að veiða hval ef hann getur ekki selt hann???

Anton Þór Harðarson, 8.6.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Trúir einhver lifandi maður Kristjáni Loftssyni. Hann er varla talandi.

Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 15:50

4 identicon

Rökin alveg að fara með ykkur eða hvað? Komið með eitthvað málefnalegt á móti hvalveiðum í staðinn fyrir að vera með dylgjur og persónulegt skítkast út í sjálfstæðan og sjálfbæran, óríkisstyrktan rekstur.

Mummi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:04

5 identicon

GGóðan daginn

Ég held ég hafi aldrei heyrt jafnmikla þvælu. Af hverju í ósköpunum ætti ríkissjóður að greiða kostnað einhvers útgerðarfyrirtækis útí bæ?? Þetta eru náttúrulega bara einhverjar samsæriskenningar sem hafa gengið út í öfgar. Ríkissjóður tengist ekkert kosningarsjóði stjórnmálaflokka. Hvert fyrirtæki tekur bara sína áhættu og græðir annað hvort eða tapar á þeim viðskiptum sem þau gera.

Og veistu hvað það er það eru margir sem hafa fengið vinnu í kringum undirbúning og hvað það munu margir vera við vinna við þetta í sumar. Held við þurfum frekar fleiri störf en einhverja nöldurkalla á netinu sem geta endalaust nöldrað yfir hlutum sem munu skapa innflutningstekjum og ný störf.

Held við þurfum frekar að hlusta á eigin landa heldur en einhverja Greenpeace áróðursvél. Held að þeir hafi ekki hagsmuni Íslendinga í farabroddi. Langt í frá. 

Persónulegt skítkast er nátturulega alveg hápunktur barnaskaps og fullorðnir menn ættu ekki að stunda slíkt. Ég held nú að hann Stjáni blái ætli nú bara að borga sinn eigin veiðikostnað. 

Ása (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:12

6 identicon

Ég spyr nú bara á móti. Hvernig er hægt að halda úti rekstri sem ekki selur afurðir sínar? Kristján hlýtur að hafa fengið einhverja lánafyrirgreiðslu, líklega beint úr ríkissjóði, til að geta haldið út útgerð sem ekki hefur selt framleiðslu sína til fjölda ára (og í reynd ekki framleitt neitt til fjølda ára fyrr en í hitteðfyrra).

Þá er vitað mál að Kristján hefur greitt í kosningasjóði flokkanna. Umræðan um slíkar greiðslur til Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar sýna auðvitað að fólk sér almennt tenglin milli aðgangs styrkveitanda til flokkanna að ríkiskassanum þegar þessir flokkar komast í stjórnaraðstöðu, þó svo að einhverjar hægri-bullur sem hér vaða uppi med dónaskap og hroka sjái það ekki (eða þykjast ekki sjá það).

Einnig hefur verið mikil umræða um hve mikið skal til kosta til að halda uppi atvinnu. Kostnaður vegna hvalveiðanna er eflaust miklu meiri en hvað atvinna við greinina hefur gefið.

Hins vegar er það leyndin með þetta fyrirtæki sem er hið hneykslanlega. Hvernig væri að gefa upp hvort ríkið styðji þessa útgerð fjárhagslega, og ef svo er hver mikil sú fyrirgreiðsla hefur verið undanfarin ár.

Vinstri-grænir eru þegar komnir í erfiða stöðu vegna þess arfs sem flokkurinn þarf að taka á sig vegna óstjórnar og spillingar síðustu ára. Þessi hvalveiðiarfur er hins vegar eitt af því sem flokkurinn þarf ekki og má ekki taka á sig. Þá sýnir það sig að hann hefur engar aðrar lausnir í atvinnumálum en gömlu markaðshyggjuflokkarnir.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 18:56

7 identicon

Komdu með tölur sem sýna ríkisstyrki og greiðslur í kosningasjóði og þá getum við talað saman en þangað til er þetta rógburður.

Mummi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:19

8 identicon

Já merkilegur málflutningur allt saman sem er varla þess virði að svara. Kynnið ykkur málið og leitið að sönnunum áður en farið að staðhæfa hluti.

Engin leynd, bara ekkert að fela. 

Ég er ekki flokksbundin og því engin hægribulla eða þá vinstri. Mér finnst dónaskapur að kalla mönnum nöfnum og vera með skítköst. 

Ása (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 459305

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 245
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband