13.6.2009 | 11:02
Blekkingarleikur?
Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir mikið nú í fjármálakreppunni fyrir að birta gagnrýnislaust fréttir sem greinilega eru settar fram af "fjármagnseigendum" til að auglýsa sig, fá velvild og styrkja hlutabréfaverð.
Ef einhver faglegur metnaður væri að finna hjá blaðamanninum sem skrifaði þessa frétt hefði hann leitað á fréttavef mbl.is eftir fréttum af fyrirtækinu og séð að þetta er nú frekar ólíklegt.
Við slíka leit kemur nefnilega fram að Bakkavör stendur mjög illa fjárhagslega, þó kannski megi segja að það sé eitt örfárra íslenskra fyrirtækja sem hafi tekist að halda sjó í kreppunni.
Í Bretlandi hafa Bakkavararmenn skapað sér óvild verkalýðsfélanna þar vegna uppsagna starfsmanna. Í Grimsby lokuðu þeir t.d. verksmiðju þar sem 500 manns missti vinnuna og talið er að alls muni 1500-2000 manns missa vinnuna hjá þeim á Bretlandseyjum.
Bakkavör fer ekki að lögum um evrópsk samstarfsráð sem skylt er að starfræka í fjölþjóðlegum fyrirtækjum á evrópska efnahagssvæðinu. Einnig hefur fyrirtækið valið að vilja ekki undirgangast þá eðlilegu kröfu að virða grundvallarréttindi launafólks og hafnar samstarfi við hina evrópsku og alþjóðlegu verkalýðshreyfingu í því sambandi. Þá er staðhæft að Bakkavör brjóti á bak aftur tilraun starfsmanna til að stofna verkalýðsfélag til að semja um kaup og kjör hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum.
Tap fyrirtækisins á síðasta ári nam 154 milljónir punda en það svarar til 27 milljarða króna samkvæmt núverandi gengi krónunnar. Þá getur Bakkavör ekki greitt af skuldabréfum sem nema amk 50 milljörðum króna.
Er þá líklegt að fyrirtækið geti reist nýja verksmiðju á Íslandi sem skapi þetta mörgu fólki vinnu?
Það hangir amk eitthvað gruggt á spýtunni. Skyldi aldrei vera að verkalýðsfélögin með eftirlaunasjóði sína séu þarna að verki - og þetta sé hluti af samkomulagi stjórnvalda við þau um að flytja fjármagn heim?
Ef svo er þá sýnir það aðeins eitt að verkalýðsfélögin eru hætt að starfa sem hagsmunasamtök launþega og eru í staðin farin að haga sér sem "atvinnurekendur". Og hin nánu tengsl verkalýðsforystunnar og Samfylkingarinnar sýni að þessi fyrrum jafnaðarmannaflokkur er nú orðin helsti flokkur fjármagnseigenda og nýliberalismans?
Það er amk ekki verið að stokka upp í atvinnulífinu þessa daganna og leita annarra lausna en að láta fjárglæframenn halda uppi atvinnu í landinu og fella niður skuldir þeirra svo að það sé hægt.
Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bakkavör er rótgróið fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi. Það sem gerist hjá Bakkavör á Bretlandseyjum kemur okkur ekki við.
Sigurbrandur Jakobsson, 13.6.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.