Metnaðarfull skýrslan en ...

Þessi skýrsla kemur á óvart því fátt bendir til þess að pólitískur vilji sé fyrir því að farið sé eftir henni. Bæði Øssur Skarphéðinssom og Katrín Júlíusdóttir hafa lýst yfir vilja til stækkunar álsversins í Straumsvík og nýtt ver í Helguvík. Þá lagði stjórnarandstaðan fram þingsályktunartillögu á síðasta þingi um að halda fram sérákvæði Íslands næstu 10 árin og þá líklega með 10% aukningu en ekki 52% fækkun.

Norðmenn hafa staðið í fararbroddi í baráttunni gegn alheimshlýnunnin og hafa lofað að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um 30% fram til 2020. Það sýnist mér vera raunhæf tillaga, enda hefur umhverfisráðherrann okkar lagt til 20% samdrátt hjá okkur (30% frá 1990).

Einnig finnst mér hugmyndir um bindingu koltvíoxíðs í jarðvegi vera nokkur losaralegar. Hvernig er það gert?

Hins vegar er mjög mikilvægt að það komi fram að næstu 10 árin eru afgerandi um hvort mannkyni takist að koma í veg fyrir stórfelldar hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.

Þá skiptir mestu að breyta neyslu- og lífsvenjum fólks. Að nota náttúruvænar vörur, opinber samgöngutæki (rútur, strætó, lestir), að hverfa yfir í að nota endurnýjanlega orku, osfrv.

Þetta þýðir að stjórnvöld verða að grípa til stórtækra aðgerða til að sporna gegn þróuninni, ekki bara aö binda mengunina í jarðveg.

Það verður að draga úr einkaneyslunni og að breyta neyslusamfélaginu yfir í umhyggjusamfélag, umhyggju fyrir náttúrunni og fyrir þeim fátæku í þriðja heiminum, en þeir munu líða mest vegna alheimshlýnunarinnar. Loftslagsmálin eru fyrst og fremst siðferðislegs eðlis. Þörf er á gundvallarbreytingum á hegðun okkar og lífsstíl.

Þetta ætti ríkisstjórn sem kennir sig við jafnadarmennsku, vinstri og grænt að berjast fyrir.


mbl.is Samdráttur um 52% mögulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 459949

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband