19.6.2009 | 10:43
Kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
Svipaðar hugmyndir um niðurskurð í velferðarmálum hafa verið settar fram í Lettlandi (og í Bosníu reyndar einnig en þar mótmæla uppgjafahermenn skerðingu eftirlauna). Í Lettlandi er ekkert verið að fara í felur með það að þetta sé gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann krefst þess að dregið sé saman í heilbrigðisgeiranum um 120 milljarði. Þá verða kennarar að taka á sig um 50% kauplækkun.
Í Noregi hafa staðið yfir miklar umræður milli ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um svipaðan niðurskurð eftirlauna. Þar hótuðu opinberir starfsmenn með verkfallsaðgerðum ef af yrði. Gáfust þá stjórnvöld upp á aðgerðum sem eru mun vægari en heima á Íslandi. Hvar er íslenska verkalýðshreyfingin? Er hún algjörlega undir hæl ríkisstjórnarinnar?
Af þessu er ljóst að AGS hefur ekkert breyst þrátt fyrir kreppu og tal um hrun nýlíberalismans. Ráðstafanir sem sjóðurinn krefst er alls staðar þau sömu, þ.e. að draga úr ríkisútgjöldum en láta einkaframtakið og hina efnameiri í friði.
Er ekki kominn tími til fyrir Vinstri Græna að fara að endurskoða aðild sína að ríkisstjórninni; vegna AGF, vegna Icesave sem er nátengd kröfum sjóðsins - og vegna aðildarumsóknarinnar að ESB (vegna frétta um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði ekki bindandi)?
Skref til baka í réttindum aldraðra og öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 21
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 459959
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 207
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.