Markaður fyrir kjötið?

Nú er hneykslið byrjað - í boði Hvals og fyrri og núverandi ríkisstjórnar.

Kristján Loftsson fullyrðir að markaður sé fyrir "allt kjötið í Japan. Annars væru menn ekki að veiða hvalinn." Annað hefur nú heyrst, m.a. að enn sé eftir að selja birgðirnar frá 2007.

Og enn er verið að fara í feluleik með opinbera styrki til hvalveiða. Kristján hefur haldið ótrauður áfram sinni útgerð þó svo að engar tekjur hafi komið inn í lengri tíma. Hann hlýtur því að hafa fengið styrk, amk til að geyma kjötið í fjölda mánuði.

Þessi leyndarhjúpur er hlægilegur í ljósi þess að svo er ekki farið í hinum tveimur stóru hvalveiðiþjóðunum, Noregi og Japan. Þar viðurkenna stjórnvöld fúslega að hvalveiðar eru styrktar - og eru ekkert að fela tölurnar.

Norðmenn hafa styrkt hvalveiðar um 2 milljarði króna frá 1992 og Japanir um 20 milljarði. Hvað hefur Kristján fengið mikið?

Í nýju og opnu samfélagi á almenningur kröfu á að vita hluti sem þessa. Eða er þessi opnun samfélagsins bara orðin tóm?


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Heyr, heyr!!!

Tek undir þessa kröfu!!!

Og ef þetta er satt, þá erum við skattgreiðendur að borga Kristjáni pening fyrir að skaða ímynd Íslendinga erlendis!!!

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 19.6.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lestu fjárlögin þau eru ekki leyniplagg

Sigurður Þórðarson, 19.6.2009 kl. 12:24

3 identicon

já þú getur lesið fjárlög og séð hvað hann hefur fengið mikið....þú og margrét röflið líka um að enn sé kjötið óselt frá 2006/2007 þið eruð álíka vel inní þessu og styttan sem stendur hérna uppí hillu hjá mér, hið rétta er að hvert gramm seldist og dýrustu bitarnir fóru á um 14000 íslenskar krónur kílóið, þessu neitið þið væntanlega en þið getið leitað á vef alþingis það var fyrirspurn um þetta fyrir nokkrum mán og sjávarútvegsráðherra upplýsti að tekjur vegna útflutnigsins hafi verið um 95 milljónir að mig minnir en því getið þið líka flett upp sjálf

Kv Gunnar

Gunnar Þór Gunnarson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband