Miklu verra mál en Icesave!

Við þessu mátti búast enda harla ólíklegt að erlendir lánveitendur íslensku bankanna myndu sætta sig við smáupphæð sem nemur um 270 milljörðum króna og þurfa m.a.s. að kaupa um helming þeirrar upphæðar af íslenska ríkinu!

Kröfuhafar munu heimta miklu hærri upphæðir en Bretar og Hollendingar gera í Icesave-málinu, sem flestir hafa kveinkað sér óspart undan undanfarnar vikur og mánuði.

Þetta mál eitt sýnir glæpsamlega hegðun fyrri ríkisstjórnar, ekki endilega með setningu neyðarlaganna, heldur fyrst og fremst með að leyfa endurgreiðslur til spákaupmanna opg fjármagnseigenda hér innanlands sem margir hverjir voru einmitt þeir sem komu bankakerfinu á hausinn. Vel stæðir fjármagnseigendur hér á landi hefðu auðvitað átt að sitja við sama borð og kollegar þeirra sem lögðu fjármuni sína í Icesavereikninga á Bretlandi og í Hollandi - þ.e. tapa öllu sínu.

Auk þess má nefna niðurfellingu á skuldum útrásargreifanna og spekulantanna, niðurfelling skulda sem hefur haldið áfram í tíð núverandi stjórnar, nú síðast skulda Magnúsar Kristinssonar.

Ljóst er af þessari frétt að Ísland er gjörsamlega gjaldþrota og verður að selja sig erlendum lánadrottnum - einmitt það sem við höfum verið að varast alla okkar sjálfstæðistíð.

Einnig er ljóst að fjármálaráðherra hefur verið að ljúga þegar hann fullyrti, og ráðuneyti hans, að gengið hefði verið frá samkomulagi við erlenda kröfuhafa Kaupþings og gamla Glitnis.

Það er hins vegar spurning hver er svo vitlaus að vilja okkur, gjaldþrota þjóðina? Kannski liggur von okkar í því að enginn vill hreinsa upp eftir okkur skítinn?


mbl.is Höfða mál vegna neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband