21.9.2009 | 12:12
Talnaleikur!!
Þessi talnaleikur hjá Landsvirkjun væri alveg drepfyndin ef málið væri ekki grafalvarlegt - og þar með slíkur blekkingarleikur.
Hið rétta er að raforka frá Landsvirkjun er notuð til stóriðju, eða iðnaðarferli sem hún er nefnd til að fegra hlutina. Og stóriðjan losar 1.460.000 tonnum af CO2 sem er um 34% af heildarlosuninni.
Það er því eðlilegt að bæta þessari tölu við töluna frá Landsvirkjun og tala um mengun yfir 1,5 milljóna tonna af koltvísýringi, sem starfsemi Landsvirkjunnar stuðlar að.
Það eru auðvitað réttu tölurnar. Annars er skýrslan athyglisverð og sýnir vel hvar við getum takmarkað losunina, ekki síst með því að hætta alfarið að reisa álver - og með því að hætta að urða úrgang, sem auðvitað er skandall hvað umhverfismálin varðar.
Skýrslan sýnir einfaldlega hversu aftarlega á merinni við erum - og þvílíkir umhverfissóðar - þrátt fyrir að hafa allar aðstæður til að vera í fararbroddi í umhverfismálum (með alla þessa "hreinu" orku okkar).
Hver er annars stefna okkar sem við munum kynna á umhverfisráðstefnunni í Køben nú í desember? Hversu mikið ætlum við að draga úr losuninni og á hvaða sviði?
Norðmenn tala nú um meira en 30% samdrátt á losun gróðurhúsalofttegunda hjá þeim sjálfum. Hver er prósentutala íslenskra stjórnvalda?
Kolefnislosun Landsvirkjunar 1,3% af heildarlosun Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu að segja að við getum skrifað alla losun bíla á eldsneitisstöðvarnar eða Norðmenn sem selja okkur olíu?
Teitur Haraldsson, 21.9.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.