Grenjar nú frjálshyggjan!

Gott hjá Svandísi og ríkisstjórninni.

Loksins hafa íslensku stjórnmálamennirnir þor til að taka á sig ábyrgð - í stað þess að fara með betlistaf meðal þjóða og biðja um sérmeðhöndlun vegna þess hve vesæl við erum.

Tími til kominn að Ísland fari að bera ábyrgð á sviði umhverfismála - og láti af öllum stóriðjuhugmyndum í kjölfarið.

 


mbl.is Ekki sótt um undanþágu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála þér. Þessi ákvörðun hennar er ekki til neins annars en að gera Íslendinga að enn meira aðhlátursefni á kaffistofum úti í heim en við erum í dag. Aðrar þjóðir nýta sér sambærilegar undanþágur, þannig virkar kerfið. Svandís hefur kosið að gera samkeppnisstöðu Íslendinga enn verri með því að nýta sér ekki þennan möguleika. Hún er vitleysingur fyrir vikið að mínu mati.

Þú talar um að taka á sig ábyrgð. Hvernig væri nú ráðherra gengist við þeirri ábyrgð sem henni ber en ekki einhverri meintri tískubylgju frá Brussel. Hennar ábyrgð er að stýra umhverfisauðlindum á Íslandi. Mér þykir hún frekar vera að skorast undan ábyrgð með þessum andsamfélagslegu skemmdarverka aðgerðum sínum. Og ekki mun hún hafa neitt með það að segja hvað aðrar þjóðir gera, því það hlustar enginn á "útrásarvíkinga" frá Íslandi, hvaða hópi sem þeir tilheyra.

Kristinn (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:04

2 identicon

Hún er á góðri leið með að senda okkur aftur til miðalda.  Hryðjuverkalög  á kvikindið og það strax

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fyrsta skiptið sem ég er stoltur af fulltrúa Íslands á alþjóðaráðstefnu.

Sendi henni hugheilar hamingjuóskir með ömmubarnið og óska barninu til hamingju með ömmuna sem hugsar meira um framtíð hans en skammtímahugsjónir markaðsins. (Ef hægt er að kalla græðgi og landníðslu hugsjón.)

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón

  • Hennar ábyrgð er að stýra umhverfisauðlindum á Íslandi.
Er hún ekki að því ? Með þessu móti er hún að hefta útbreiðslu óþarfrar stóriðju sem er boðaður af sjálfstæðismönnum sem geta ekki fundið neina aðra lausn á vandamálunum annað en það að bæta við álverum. Auðlindir landsmanna eru ekki jafnvirði nokkra túkalla frá stóriðjufyrirtækjunum og ef það er það eina sem þeim dettur í hug þá geta þeir bara farið í rass of rófu fyrir mínar sakir.

Jón, 9.10.2009 kl. 13:37

5 identicon

Það er alls ekki rétt að við verðum með þessu aðhlátursefni í Evrópu eða annars staðar. Við göngum þvert á móti í takt við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við.

Umhverfisráðstefnan í Kaupmannahöfn - og framtíð plánetunnar okkar - stendur og fellur með því að þjóðir heims, ekki síst vestrænar þjóðir, taki höndum saman og hætti þessum hræsnisleik sem hefur viðgengist alltof lengi, með undanþágunum frá aðalmarkmiðum Kyotobókunarinnar og fleiru.

Við hverfum fyrst til miðalda ef af alheimshlýnunni verður - og ennþá lengra, allt aftur til steinaldar.

Stóriðjustefna nútímans minnir á hugsunarhátt 18. og 19. aldar þar sem framtíð mannskyns átti að byggjast á mengandi iðnaði. Það er tími til kominn að staldra við og átta okkur á hvert stefnir áður en það verður um seinan. Þar verða allir að axla ábyrgð. Einnig við Íslendingar.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband