15.10.2009 | 17:12
Dýr lausn!
Þær eru orðnar nokkrar "sér"prestsstöðurnar sem eru tilkomnar vegna vandamála innan íslensku þjóðkirkjunnar, þar af tvær núna á síðustu vikum. Fyrst fékk sóknarpresturinn í Hafnarfjarðarkirkju sérþjónustuembætti á Biskupsstofu til að leysa vandamál heima fyrir (fyrst átti það að heita til að rannsaka áhrif keltneskrar kristni á hina íslensku en endaði með því að vera messusiðaembætti) og nú óskilgreint starf sr. Gunnars sem sérþjónustuprests á Biskupsstofu.
Á meðan situr vinna við ákallandi verkefni eins og fermingarstarf á hakanum og ráðning starfsmanns í fullt starf við það. Vandamálið er nefnilega það að kirkjan fær einungis launaramma til að ráða ákveðinn fjölda starfmanna (svo sem ákveðinn fjölda presta) og hefur ekki möguleika til að fjármagna slíkar stöður á annan hátt.
Kirkjan sýnir þannig enn og aftur stjórnunarlegan veikleika við að leysa vandamál sem upp koma innan stofnunarinnar. Hún tekur ekki af skarið í eitt skipti fyrir öll heldur situr uppi með vandamálin. Já, það kostar að góðmenni að atvinnu.
Sr. Gunnar Björnsson hefur t.d. kostað kirkjuna þó nokkra upphæð í "gegnum tíðina". Og enn fær hann bitling frá kirkjunni.
Gunnar til Biskupsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ódýr lausn:
Sameina öll prestsembætti landsins í eitt.
Sjónvarpsmessa á sunnudögum.
Kirkjurnar má nota sem félagsheimili og athvarf fyrir heimilislausa. Þessi dýru musteri standa hvort eð er tóm mestan hluta ársins.
Sparnaður upp á tæpa 5 milljarða á ári
Zmago, 15.10.2009 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.