"Andlegt þrek"?

Hvað á ríkislögreglustjórinn eiginlega við? Það vita allir, sem vilja vita, að efnahagsbrotadeildin hefur ekkert gert til að taka á þeim málum sem leiddu til efnahagshrunsins fyrir ári síðan - og gjaldþrots þjóðarinnar.

Það er því furðuleg ósvífni lögreglustjórans að halda slíku fram, enda hlýtur hann að bera ábyrgð á þessari deild og slakri frammistöðu hennar.

En við hverju öðru er að búast af manni sem skipaður var af þeim stjórnvöldum sem greiddu götu hrunsins - og aðstoðuðu brotamennina leynt og ljóst að koma ránsfénu undan. Nú launar lögreglustjórinn greiðann - og lýsir sig jafnframt vanhæfan að sitja í sínu embætti.

Er ekki kominn tími til að dómsmálaráðherrann reki þennan mann - og fleiri vanhæfa embættismenn innan löggæslunnar og dómskerfisins?

Eða situr kannski Samfylkingin í ríkisstjórn fyrst og fremst til að halda verndarhendi yfir þessu spillingarliði?


mbl.is Breyta þarf löggjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband