Gylfi í stjórnarandstöðu?

Fullyrðingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um að kjarasamningar séu í uppnámi og að stöðugleikasáttmálinn frá í sumar sé ekki virtur af ríkisstjórninni, bendir til þess að þessi Samfylkingarmaður sé kominn í stjórnarandstöðu í eigin flokki og vilji helst fara aftur í eina sæng með íhaldinu (þar sem honum leið svo vel í undanfara efnahagshrunsins).

Ástæðan virðist vera sú að umhverfisráðherra vilji athuga betur með Suðvesturlínu. Benda má á að samflokksmaður Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, hefur fyrir hönd flokksins sagt að ákvörðun Svandísar hafi engin áhrif á stöðugmálasáttmálann og að undirbúningur framkvæmda við Helguvík muni ekki tefjast lengi af þeim sökum.

Af hverju þá þessi uppákoma hjá forseta ASÍ?

Benda má á að í byrjun fjármálakreppunnar birtist viðtal við hann á mbl.is (þann 24. okt. í fyrra)  þar sem hann kallaði eftir vaxtahækkunum. Mörgum þótti skrýtið að heyra slíkt frá forystumanni ASÍ enda þýðir vaxtahækkun fyrst og fremst aukið atvinnuleysi og aukna verðbólgu sem lendir verst á því fólki sem hann hefur umboð sitt frá, alþýðu landsins.

En þá rifjaðist upp fyrir mönnum að þessi sami maður væri nú enginn eiginlegur verkalýðsforingi heldur hafi komið að stjórn ASÍ sem skriffinnur. Auk þess mundi fólk eftir því að hann stóð fyrir ákveðnum sjónarmiðum innan Samfylkingarinnar sem hingað til hafa þótt vera til nokkuð langt til hægri jafnvel þar.

Í áðurnefndu viðtali sagðist Gylfi "lítast vel á það sem hann hefur séð" frá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum og taldi mikilvægast að styrkja krónuna. Þetta þýddi ofur einfaldlega ákall frá honum um hærri stýrivexti. Hann varð að ósk sinni og einnig þeirri ósk að "það taki sem allra skemmstan tíma að ganga frá formsatriðum í kringum þetta“!

Já, ekki byrjaði nýr forseti ASÍ vel, og enn heldur hann áfram hægri stefnu sinni og þjónkun við atvinnurekendur.

En er ekki nær fyrir hann að halda sig við hefðbundin verkalýðsmál frekar en að vera að tjá sig um efnahagsmál á þann hátt að líta megi á sem innlegg í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar, svo sem kröfu um að slíta stjórnarsamstarfinu, heldur en einlægan áhuga á kjörum verkafólks?

 


mbl.is Í uppnámi í þriðja sinn á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband