23.10.2009 | 14:07
Er ASÍ komið í stjórnarandstöðu?
Yfirlýsingar frá ASÍ að undanförnu vekja upp spurningar hvort verkalýðshreyfingin sé búin að segja skilið við vinstri flokkana og gengið í lið með atvinnurekendum og hægri flokkunum?
ASÍ hagar sér amk um þessar mundir sem hluti af samtökum atvinnurekenda - og krefst þess að ríkið helli sér út í mengandi og mjög kostnaðarsamar framkvæmdir, sem fyrst og fremst koma erlendum auðhringjum til góða.
Líklega er þetta tímanna tákn. Eftir tilkomu lífeyrissjóðanna og þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaðinum, hefur verkalýðshreyfingin breytt um eðli og farið að hugsa og haga sér sem argasti kapitalisti.
En ef svo er í reynd - og fyrst svo er - þá er eðlilegt að vinstri flokkarnir umgangist ASÍ og verkalýðshreyfinguna sem slíka, þ.e. sem hagsmunasamtök verðbréfaeigenda og stóreignamanna en ekki sem málsvara almennra launþega.
Þá er sannarlega kominn tími til að hunsa ASÍ og taka ekkert tillit til krafna af þeim bænum.
Stjórnvöld standi við sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.