Framkoma stjórnarmanna til umræðu í fjölmiðlum

Í sýningu norska sjónvarpsins frá leik Fredrikstad og Molde, sem Molde vann, var mikið fjallað um mál Garðar og framkomu félagsins í hans garð. Bent var á frammistöðu hans í fyrra þegar hann var markahæsti maður liðsins, sem þá lenti í 3. sæti deildarinnar.

Nú lendir það hins vegar í 3. neðsta sætinu og þarf að fara í úrslitakeppni við lið úr 2. deild um áframhaldandi rétt til setu í efstu deildinni. Ástæða er því til að ætla að fjarvera Garðars eigi stóran þátt í slöku gengi liðsins í ár.

Það sést reyndar yfirleitt þegar hann kemur inn á en þá verður sóknarleikur liðsins miklu skarpari, bæði vegna hæðar hans og styrkleika í loftinu, og vegna teknískra hæfileika hans. Í gær skapaði tæknileg samvinna hans og annars af tveimur nýjum rándýrum leikmönnum liðsins, Brasilíumannsins Everton, vítið sem þeir skoruðu úr.

Annars geta fleiri góðir leikmenn en Garðar kvartað yfir því að komast ekki í byrjunarlið þessa botnliðs norsku úrvalsdeildarinnar. Ghanamaður, sem nýlega varð heimsmeistari landsliða undir 20 ára og markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar, hefur ekkert fengið að spila með Fredrikstad!

Já, þessir þjálfarar eru margir hverjir skrítnar skrúfur!

 


mbl.is „Hlakka til að komast héðan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband