Heildsalastjórn í burðarliðnum?

Nú ættu innflutningaðilar að kætast. Helstu talsmenn óhefts innflutnings og afnám tolla koma saman með Sjálfstæðisflokknum. Þetta minnir á Viðreisnarstjórnina á 7. áratug síðustu aldar sem þjónaði heildsölunum á kostnað innlendrar framleiðslu og lagði heilu iðnaðarframleiðslugreinarnar í rúst.

Enda er nú svo komið að Samfylkingin er orðin að engu, og þar með hinn gamli krataflokkur sem var í Viðreisnarstjórninni með íhaldinu, og komnir tveir litlir hægrikrataflokkar í staðinn. Annar heitir hinu táknræna nafni Viðreisn og hinn er enn grímulausari í þjónkun sinni við kapitalið: Björt framtíð.

Annars er forvitnilegt að rifja upp nýleg ummæli Benedikts Jóhannessonar Zoëga um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er t.d. lýsing hans á fráfarandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks: "Langt er síðan á Íslandi hefur verið ríkisstjórn sem berst jafn kinn­roðalaust fyrir sérhagsmunum eins og sú sem nú er við völd."

Og svo þetta: "loforð ríkisstjórnarflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið líklega vera stærstu svik íslenskra stjórnmálaflokka á síðari tímum."

Stór orð þetta. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar í samstarf við þessa tvo ESB flokka verður hann að gjörbreyta um kúrs og fara að opna fyrir hugsanlega ESB-aðild.
Er hann virkilega tilbúinn til þess?


mbl.is Ræddi við Bjarta framtíð og Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 455529

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband