Lífræn framleiðsla?

Fyrirtækið sem um ræðir heitir Nesbúegg og var reyndar áður í eigu þeirra sem reka Brúnegg.Fyrirtækið var keypt í október 2014.

Það er nú í eigu Líflands ehf (sem flytur inn kjarnfóður, tilbúinn áburð og fleira). Í stjórn Líflands eru m.a. Sólveig Pétursdóttur (stjórnar­formaður) og Þórarinn V. Þórarinsson.

Annar eigandi er Feier. Aðaleigandi þess var lengi hægri hönd Ólafs Ólafssonar sem kenndur er við Samskip. Hann hefur einnig verið í samvinnu við Bjarna Ármannsson, fyrrum bankastjóra, og flutti inn 600 milljónir króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2013. Aðstandendur félagsins neita að gefa upp hvernig þeir fjármunir séu til komnir.

Ég tel frekar litlar líkur á að vottunin á búinu sé rétt. Til dæmis veit ég ekki til þess að Lífland flytji inn (eða rækti) lífrænt fóður en ætla má að fóður frá þeim sé notað í framleiðsluna. 

 

 


mbl.is Biður íslenska neytendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupa Stjörnuegg í staðinn?

Stjörnuegg er markaðsráðandi aðili í eggjaframleiðslunni hér á landi, rétt eins og Stjörnugrís er á svínakjötsmarkaðinum. Eigandinn er einn og sami maðurinn, Geir Gunnar Geirsson á Vallá.

Fyrir nokkrum árum eignaðist Stjörnugrís eigur Brautarholtsbúsins, sem ótrúlegt en satt var þá í eigu eigenda Brúneggja, Kristins Gylfa Jónssonar og þeirra bræðra. 
Þá hagnaðist Geir Gunnar vel á því að einn helsti samkeppnisaðilinn væri úr sögunni.

Nú lítur allt út fyrir að hitt fyrirtæki hans, Stjörnuegg, hagnist einnig vel á óförum annars fyrirtækis þeirra bræðra, Brúneggja. Sérkennileg tilviljun ekki satt?

En hvernig er þetta Stjörnueggjafyrirtæki sem eggjaneytendur þurfa að leita til í auknum mæli?
Á náttúran.is is má lesa eftirfarandi um sölutrix fyrirtækisins um að framleiðsla þess sé vistvæn:
Það haldi "framleiðsluhænum sínum í búrum, fjórum saman alla ævi, í myrkvuðum skemmum, þar sem hver og ein hæna hefur svæði sem samsvarar A4 blaði (21 x 29,7 sm) en þessi búr hafa fyrir löngu verið bönnuð innan ríkja Evrópusam­bandsins."

http://www.natturan.is/samfelagid/efni/13007/

Er það þetta sem Kastljós, fjölmiðlar og Matvælastofnun vill að við neytendur styrkjum frekar - eða er kannski ætlunin að ganga að innlendri framleiðslu á eggjum dauðri? ... (Ætli ástandi sé eitthvað betra ytra?).
Líklega er þó best að hætta allri neyslu á hæsna- og svínaafurðum vegna verksmiðjubúskapnum sem fylgir þessari starfsemi.


mbl.is Eggjaskortur í desember?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margar hænur í búrum?

Það virðist fyrirmunað fyrir blaðamenn á Moggunum að koma því inn í hausinn á sér að varphænurnar hjá Brúneggjum séu ekki í búrum heldur fái að ganga frjálsar um í hæsnahúsunum. Þess vegna þessi fullyrðing um að framleiðslan sé vistvæn.
Þetta er önnur bullfréttin í blaðinu um búrfuglana hjá Brúneggjum.

Lesendur hljóta að geta gert þá kröfu á ritstjórn Moggans að blaðamenn séu starfi sínu vaxnir - og að þeim sé komið í skilning um svo einfalda hluti.
Blaðið setur niður við svona fréttaflutning.


mbl.is Högnuðust um 100 milljónir hvor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þessar upplýsingar um Brúnegg fyrst núna?

Það er nokkuð sérkennilegt að Matvælastofnun hafi allt í einu ákveðið að leyfa Kastljósi fullan aðgang að öllum gögnum um fyrirtækið Brúnegg eftir að hafa legið á þessum upplýsingum eins og ormur á gulli í nær 10 ár. Og aðgengið eru ekkert smáræði. Full af myndefni sem gerir uppljóstranirnar miklu áhrifameiri. 

Ef ætlunin var að rústa fyrirtækinu algjörlega virðist það hafa tekist fullkomlega. Það fer nær örugglega í gjaldþrot eftir þetta með allri þeirri tragidíu fyrir aðstandendur sem slíku fylgir.

Nú er Brúnegg næstum eini eggjaframleiðandinn þar sem fuglarnir fá að valsa um frjálsir - og því gera þeir að vissu leyti tilkall til að vera vistvænir.
Allir aðrir helstu eggjaframleiðendur landsins hafa fugla sína í búri. Þessi frétt verður þannig til að styrkja búrfuglabúin. Varla verða önnur egg í boði í verslunum eftir þetta en búregg.

Og hvernig ætli ástandið sé í þessum búrbúum?
Er ekki eðlilegt og sjálfsagt að krefjast þess af Kastljósi að gefa neytendum nasasjón af ástandinu í þeim, svo til að sýna sanngirni - og MAST að veita þær upplýsingar með myndefni og alles?
Af þeim myndum sem ég hef séð, er ástandið síst betra þar í meðferð dýranna en hjá Búreggi. Líklega er best og einfaldast fyrir okkur neytendur að hætta að borða hæsnafurðir alfarið ...

En aftur að spurningunni um af hverju núna? Eins og margir vita þá hefur Matvælastofnun eftirlit með dýrahaldi og með fjölda dýralækna á launaskrá hjá sér, þar á meðal yfirdýralækninn.

Í fyrrahaust kærði eitt af fyrirtækjum þeirra Brúneggjarbræðra, Síld og fiskur, Dýralækningafélagið og BHM, á meðan á verkfalli þeirra stóð, til Samkeppniseftirlitsins fyrir að veita fyrirtækinu ekki sömu undanþágu og öðrum framleiðendum.
Eftir það fóru aðgerðir MAST gegn þeim að þyngjast og lauk þeð því að opnað var fyrir aðgengi fjölmiðla að gögnum stofnunarinnar um fyrirtækið.

Því er ekki óeðlilegt að ætla að hér sé um að ræða hefndaraðgerð MAST og dýralæknanna innan stofnunarinnar gagnvart þessu fyrirtæki.

Ekki meira um það. Aðgerðarleysi MAST áður í þessu máli er óforsvaranlegt, ekki aðeins gagnvart neytendum eða dýrunum sem í hlut eiga, heldur einnig gagnvart eigendum fyrirtækisins.
Ástæða er til að óttast að þetta aðgerðarleysi ríki enn gagnvart öðrum aðilum sem stofnunin á að hafa eftirlit með. Það þarf greinilega að setja Matvælastofnunina sjálfa og starfsemi hennar undir eftirlit. Líklega þurfa nokkrir hausar að fjúka þar ...


mbl.is Hætt að selja Brúnegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 455384

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband