Hvað með Mósul?

Þessar fréttir frá átökunum í Austurlöndum nær eru að verða sífellt áróðurskenndari - pro vestrænar - eins og verið sé að reyna að stofna til allsherjar ófriðar gegn Rússum. Sameinuðu þjóðirnar virðast í æ ríkara mæli vera notaðar í þessu áróðursstríði af vestrænum þjóðum.

Á meðan reynt er að gera sem mest úr hörmungarástandinu í Aleppo og Sýrlandi, fer minna fyrir fréttum um Mósul og stríðsástandinu í norður-Írak.

Þó heyrast hjáróma fréttir af því að ein og hálf milljón manna séu inniluktir í borginni og að vatnsskortur hrjái 650.000 borgarbúa. Vatnsleiðsla, sem sér 40% borgarbúa fyrir vatni, hafi verið eyðilögð í bardögum.

http://www.ruv.is/frett/650000-manns-an-vatns-i-mosul

Ekkert heyrist hins vegar frá Sameinuðu þjóðunum um að þetta gæti flokkast undir stríðsglæpi, enda bærust þá böndin að loftárásum Bandaríkjamanna, Dana og fleiri á borgina. Því varla færu uppreisnarmenn (sem kallaðir eru hryðjuverkamenn í vestrænu pressunni) að sprengja upp sitt eigið vatnsforðabú.


mbl.is „Á leið til helvítis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 455390

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband