Af hverju að ráðast alltaf á bændur?

Neytendasamtökin skána greinilega ekkert við það að fá nýjan formann. Áfram er haldið að ráðast á bændur, og þá auðvitað aðallega sauðfjárbændur sem eru líklega verst settir allra í þeirri stétt.
Eins og menn vita þá hafa bændur, einir fárra stétta, ekki verkfallsrétt enda þeim það ógerlegt þar sem þeir eru jú framleiðendur líka. Þeir þurfa því að leita annarra leiða til að halda uppi tekjum sínum og fá oftar en ekki hjálp við það frá ríkisvaldinu.

Samt virðast þeir þó vera eina stéttin sem fær hnútur frá neytendum ef þeir fá einhverja leiðréttingu sinna mála.
Aldrei heyrist í neinum þó svo að læknar (og hjúkrunarfólk) fái margfalda launahækkanir með samfarandi hækkun hlutdeildar sjúklinga í læknismeðferðarkostnaði.
Ekki heyrist heldur í neinum þegar sjómenn heimta hækkun þó svo að þeirri hækkun sé þegar velt yfir í fiskverðið.
Og svo má lengi telja.

Dálítið þreyttar þessar sífelldu árásir þéttbýlisbúanna á dreifbýlið - ekki bara á bændur ...


mbl.is „Stendur agndofa frammi fyrir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband