Lægsta hlutfall með bolta í einum leik síðan 1980 án þess að tapa!

Yfirskriftin á þessu innleggi segir allt um innihaldið. Ekki síðan árið 1980 hefur nokkuð lið verið eins lítið með boltann í landsleik í Evrópukeppninni og íslenska liðið var núna, án þess að tapa leiknum:

27,9%!!!!

Geri aðrir varnarsinnaðir þjálfarar og leikmenn betur!


mbl.is Ísland er lofsungið á twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú dauðafæri og svo mark!

Íslenska landsliðið stálheppið að vera aðeins einu marki undir í hálfleik. Portúgalir voru búnir að fá þrjú dauðafæri áður en þeir loksins skoruðu. 

Miðjan slök að venju hjá íslenska liðinu og vörnin þess vegna í tómu basli. Aron Einar í raun heppinn að vera ekki kominn með gult spjald eftir að haf brotið illa af sér nokkrum sinnum. Óhætt að segja að dómarinn sé okkur hliðhollur.

Breytingar í hálfleik? Varla enda ekki vaninn hjá þjálfurunum. Jóhann Berg er að koma illa út og ætti að vera skipt útaf í hálfleiknum en það verður varla - eflaust ekki fyrr en staðan er orðin 2-0 eða 3-0.

Vanafastir þessir þjálfarar!


mbl.is Stórkostleg byrjun á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott byrjunarlið!

Þetta er einmitt liðið sem á að byrja. 
Vonandi hefur verðmætamatið vit fyrir þjálfurunum þannig að "uppáhaldsleikmenn" þeirra fái loks að byrja á bekknum, þeir Jón Daði, Jóhann Berg og Kári Árna.

Arnór Ingvi er auðvitað búinn að sýna það og sanna undanfarið að hann á heima í byrjunarliðinu og sömuleiðis Alfreð. Síðan eru Sverrir Ingi og Ragnar búnir að fá tvo æfingarleiki í það minnsta til að stilla saman strengi sína í miðri vörninni, sem ætti að nægja.

En Lars er frægur fyrir íhaldsemi sína, sem virðist smitast yfir á Heimi, þannig að líklegra er þó að Jón Daði, Jóhann Berg og Kári byrji!


mbl.is Verðmætasta byrjunarlið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir halda með Íslandi!

Á baksíðu Politiken er yfirskriftin "Áfram Ísland"! Þeir lofa að halda með Íslandi, litlu þjóðinni, í þessari keppni (vegna þess að þeir sjálfir eru svo litlir!).

http://politiken.dk/bagsiden/ECE3247784/derfor-holder-politiken-med-island---i-skylder/

 


mbl.is 7–8 þúsund Íslendingar á leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband