Arfaslakur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu

Það er spurning hvað er að hjá íslenska liðinu í handbolta. Aðeins sjö mörk á 30 mínútum og þremur mörkum undir í hálfleik gegn slöku liði Portúgala.

Svo virðist sem þjálfarar liðsins, sá fyrri (Aron) og þessi (Geir), séu hræddir við stórstjörnuna í liðinu og þori ekki að taka hann útaf þegar illa gengur. Þrjú misheppnuðuð skot í röð og áður þrír tapaðir boltar - en samt spilar Aron Pálmarson áfram.

Þá er hann slakur í vörn en spilar hana allan tímann. Arnór Atla, sem er miklu betri varnarmaður, fékk að spila mikið í sókninni í fyrri hálfleik en var skipað að hlaupa beint útaf í stað þess að fá að spila vörnina.

Geir er alls ekki að standa sig í stjórnuninni á liðinu, ekki frekar en Aron Kristjáns á sínum tíma. Ásgeir fékk t.d. að spila stóran hluta hálfleiksins án þess að ógna nokkuð, á meða Rúnar Kárason, sem er miklu meira ógnandi, sat á bekknum.

Nei þetta lið - með þessari stjórnun - hefur ekkert að gera á HM. Það þarf að gera róttækar breytingar á því, kannski að velja Aron Pálma ekki einu sinni í liðið?


mbl.is Ísland fer á HM í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 455587

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband