Hjálmar og hótelin!

"auk einhverra hótela" segir Hjálmar Sveinsson og boðar enn meira niðurrif gamalla húsa við Hverfisgötuna. Eins og það sé ekki nóg komið af hótelum í miðborginni, og meira en nóg af niðurrifi hinnar láreistu byggðar þar, sem hefur sett svip sinn á miðbæinn og gefið honum þann sjarma sem hann hefur haft til skamms tíma.

Hamskipti Hjálmars er reyndar með ólíkindum. Sem ötull talsmaður mikilvægi þess að varðveita gömul hús og viðhalda þannig hinum gamla brag miðbæjarins, og kosinn í borgarstjórn og gerður að formanni umhverfisráðs fyrir vikið, hefur hann gjörsamlega snúið við blaðinu og er nú ákafasti stuðningsaðili byggingarverktakanna og niðurrifsaflanna í borginni. 

Og enn skal haldið áfram með "þéttingu" byggðar þó svo að reyndin sé sú að sú þétting felst fyrst og fremst í fjölgun hótela í miðbænum.
Og var Hjálmar ekki að tala um að borgin væri markvisst að vísa hótelbyggingum út úr miðbænum og í hverfin þar í nágrenninu? Orð eru eitt, verkin annað.
Að auki má búast við hálfgerðri drauga-hótelabyggð þegar þetta byggingarfár er afstaðið og ferðamannastraumurinn farinn að ná jafnvægi.

Ætli muni ekki enn herðast í sultaról borgarinnar þá, meðan nágrannabyggðalögin er að byggja íbúðir á fullu í úthverfum bæjanna, fyrir barnafólk, hús sem munu nýtast til síns brúks alla tíð? 


mbl.is Ljúki fyrir Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 455399

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband