Fínni stöðu?

Að fá á sig mark heima og vera aðeins einu marki yfir fyrir útivallarleik hefur hingað til ekki þótt vera góð staða.
Norskir fjölmiðlar telja það a.m.k. ekki:

http://www.aftenposten.no/100Sport/fotball/championsleague/Skummelt-utgangspunkt-for-Rosenborg-790069_1.snd

 

Þá átti Hólmar Örn alla sök á marki gestanna.
Einnig vakti athygli að Matthías Vilhjálmsson fékk aðeins rúmar 10 mín. í leiknum eftir að hafa skorað tvö mörk í síðasta deildarleik, átt tvær stoðsendingar að auki og verið valinn maður leiksins í 6-0 stórsigri gegn einu af efstu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Haugasundi.


mbl.is Rosenborg í fínni stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barðaströnd?

Ég er nú ekki viss um að íbúar í Þorskafirði, ef hann er ekki kominn í eyði, séu sammála við að fjörðurinn þeirra sé sagður á Barðaströnd. Austur-Barðastrandasýsla er í raun ekki á Barðaströnd og reyndar ekki heldur nema hluti af Vestur-Barðastrandarsýslu.

Líklega er réttast að tala um svæðið frá Brjánslæk og vestur (norður?) fyrir Látrabjarg sem Barðaströnd en alls ekki firðinga fyrir austan Bjárnslæk - og svo auðvitað ekki Patreksfjörð og þar fyrir norðan.


mbl.is Áhöfn Drafnar vinnur að því að losa skipið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir Framsókn að því að þurrkast út á þingi?

Þetta útspil Sigmundar Davíðs og núna Gunnars Braga er einhver heimskulegasta sjálfsmorðstilraun forystumanna stjórnmálaflokks sem ég hef vitað um. En hún gæti heppnast ef fleiri framámenn í Framsókn stökkva á þennan vagn. 
Svo virðist sem Sigurður Ingi og Eygló séu eina fólkið með viti í þessari framvarðarsveit því nær öruggt er að samstarfsflokkurinn ætlar í kosningar í haust - og forsætisráðherrann hefur gefið það út að svo verði.

Hættan fyrir Framsókn er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn slíti stjórnarsamstarfinu ef þessi farsi heldur áfram.
Það þarf nefnilega enga stjórnarandstöðu í því sambandi.


mbl.is Kosningar í haust háðar skilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 455399

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband