Ekki bara fótboltakanallinn ...

Það er ekki aðeins fotbollskanalen sem er með þessa frétt, heldur segir fótboltasérfræðingur stærsta Malmöblaðsins, Sydsvenskan, nákvæmlega sama. http://blogg.sydsvenskan.se/wiman/2016/08/30/nagot-mer-maste-ligga-bakom-den-har-affaren-eller/

Að vísu er þessi skríbent þekktur fyrir neikvæði um lið Malmö. Í lýsingum hans á leikjum liðsins hefur hann verið mjög neikvæður alla tíð, þrátt fyrir sigurgöngu liðsins, og til að byrja með sérstaklega neikvæður í garð Viðars (og svo sem Kára allan tímann).

Reyndar er lítið að marka orð hans, sérstaklega þetta um að Viðar hafi verið óvinsæll innan liðsins, og að það hafi verið ein ástæðan fyrir því að hann vildi fara.

Miklu frekar má líta svo á að neikvæð umfjöllun þessa sama manns í garð Viðars hafi gert það að verkum að hann missti ánægjuna við að leika fyrir liðið og vildi því halda á braut.

Annars er nokkuð skrítið að sjá Svíana skrifa um að verðið fyrir Viðar hafi ekki verið hátt. Leikmenn í Skandinavíu eru nú yfirleitt ekki seldir fyrir svona háa upphæð, 3,5 milljónir evra. Til samanburðar má nefna að maður eins og Kolbeinn Sigþórsson var seldur frá stórliði Ajax fyrir lægri upphæð eða 3 milljónir evra.

Já, Skánverjarnir eru skrítinn þjóðflokkur og leiðinda stemmning hefur skapast kringum Malmö-liðið eftir að það varð meistari í fyrra.


mbl.is Kári ósammála sænsku pressunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsmenn MFF ekki hrifnir!

Stuðningsmenn Malmö FF er ekki sérstaklega hrifnir yfir því að Viðar Örn hafi verið seldur. Nú óttast þeir að gullið renni þeim úr greipum og svo finnst þeim verðið lágt (um 450 milljónir króna eða 3,5 milljónir evra!). Þeir gagnrýna stjórnendur félagsins harðlega fyrir söluna - og sumir Viðar reyndar einnig fyrir að vilja burtu.

Ljóst er af þessu að hann nýtur mikils álits í Malmö sem knattspyrnumaður enda ekki að ástæðulausu sem markakóngur deildarinnar.

 


mbl.is Viðar Örn samdi til fjögurra ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 455506

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband