Ágætis byrjun!

Þetta var að mörgu leyti góður leikur hjá íslenska liðinu, einkum í byrjun.

Ungu stelpurnar í framlínunni, Sandra Jessen, Elín Metta og Katrín Ásbjörns voru frískar til að byrja með, auk þess sem Sandra í markinu var örugg allan leikinn og Arna Sif var sterk í miðju varnarinnar. Arna og Glódís eiga greinilega vel saman og ættu að vera framtíðar miðvarðarpar landsliðsins.
Leikurinn breyttist svo þegar Sandra meiddist en hún hafði einnig verið mjög dugleg að koma til baka og hjálpa til í vörninni.

Heilt yfir má segja að kominn sé tími á kynslóðarskipti þessu landsliði. Gömlu kempurnar eru farnar að gefa sig og þær ungu miklu frískari.

Byrjunarliðið leit vel út - mun betur en liðið eftir að skiptingar byrjuðu. Fanndís einleikur að venju of mikið og missir því oft boltann, auk þess sem sendingarnar eru yfirleitt ónákvæmar. Þá var Hallbera ekki sannfærandi eftir að hún kom inná og ekki heldur Dóra María.

Bestar: Sandra í markinu, Glódís og Arna Sif, Sara Björk og Elín Metta.


mbl.is Jafntefli við Noreg í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband