Er verið að boða stríðsglæpi?

Merkilegt að bandarískur "sérfræðingur" skuli boða útrýmingu liðsmanna ISIS, því yfirleitt er teknir fangar þegar fullnaðarsigur vinnst á innikróuðu liði.

Varla er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að skipunin sé að drepa alla, jafnvel þótt þeir gefist upp.
Það eru stríðsglæpir en þeir hafa reyndar áður verið framdir af hálfu "bandamanna" án þess að hafa neinn eftirmála.

Þá er og spurningin um að greina á milli almennra borgara og hermanna. Er kannski einnig verið að boða fjöldamorð á almennum borgurum?

Talandi um almenna borgara þá er afskaplega lítið fjallað í vestrænum fjölmiðlum um afdrif þeirra. Nú er t.d. búið að sprengja í sundur vatnsleiðslur borgarinnar (þar sem búa mörg hundruð þúsund manns), það gerði Íraksher og vestrænir bandamenn þeirra, þannig að fólk er vatnslaust í þessum hluta borgarinnar.

Mikið var talað um þjáningar Aleppobúa meðan á átökunum þar stóð - og þörfina á að stöðva stríðið í Sýrlandi þegar í stað.
Ekkert er hins vegar talað um þjáningar almennra borgara í Mosul - hvað þá að stöðva stríðið í Norður-Írak.

Í stað þess eru málaðar hinar dekkstu myndir af andstæðingunum - í því skyni að réttlæta stríðið gegn þeim á allan hátt, einnig hörmuleg örlög almennra borgara.

 


mbl.is „Þið munið allir deyja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 455374

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband