Er það ekki nógu hátt fyrir?

Þessi borgarstjóri er með ólíkindum! Eins og lóða- og íbúðaverð sé ekki nógu hátt fyrir!

Spekingurinn sem segir að það muni allir græða: „Þeir sem eiga bygg­ing­ar­rétt­inn og lóðirn­ar og þeir sem þurfa að fjár­magna þetta“.

Hann gleymir bara kaupendunum, almenningi í landinu. Þeir græða varla mikið, a.m.k. ekki þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. En borgarstjórinn hugsar ekki út í þá. Sjálfur leiðtogi jafnaðarmanna í borginni hugsar fyrst og fremst um lóðabraskarana og fjármagnseigendur og gróða þeirra! Getur nokkur jafnaðarmaður lagst eins lágt og þetta?

Fram hefur komið að lóðaverð er ríflega helmingur af söluverði fasteigna í miðbænum. Varla er á það bætandi með hækkuðu lóðaverði vegna þessarar svokölluðu "borgarlínu".
Nema að það eigi að leggja kostnaðinn á allar lóðir og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Lóðaverðið í úthverfunum er auðvitað alltof lágt (og stendur í vegi fyrir þéttingu byggðar!), eða aðeins 13% af fasteignaverði! Það þarf að hækka!

Já það er greinilega ekki verið að reyna að lækka lóða- og íbúðaverð heldur hækka það.


mbl.is Mun þrýsta upp íbúðaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. maí 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband