Fimm miðverðir?

Þetta er svei mér þá varnarsinnað val! Varnarmaður (Jón Guðni) inn fyrir sóknarmann (Aron Sigurðar). Fimm miðverðir í liðinu (jafnvel sex!).

Ætli ætlunin sé að láta Gylfa vinna leikinn upp á sitt eindæmi (skora eitt mark snemma og pakka svo í vörn)?

Enn er Viðari Erni haldið fyrir utan landsliðið, sem og Matthíasi Vilhjálms, sem þó eru að spila í mjög sterkum liðum sem eru komin áfram í Evrópudeildinni (og fá þar með mikla reynslu á toppleveli).

Svo er t.d. aðeins einn hægri bakvörður valinn þrátt fyrir að Haukur Heiðar sé búinn að ná sér eftir meiðsli og farinn að spila reglulega með sterku liði AIK. 

Þá er Jón Daði valinn þó hann sé meiddur - og Birkir þó hann fái ekki góða dóma hjá Aston Villa.
Arnór Ingvi fær heldur ekkert að spila hjá AEK Aþenu og sömuleiðis Kári Árna hjá Aberdeen (og Raggi hjá Rubin Kazan).

Ljóst er að Heimir fetar dyggilega í fótspor Lagerbäcks og þorir ekki að breyta liðinu sem neinu nemur (eða kannski fær hann það ekki fyrir "stjörnunum", les klíkunni, í landsliðshópnum?). 
Spái tapi úti gegn slöku finnsku liði!


mbl.is Landsliðið: Heimir gerir litlar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 455507

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband