Hræðsluáróðurinn magnast

Eftir gosið 8. febrúar sl. byrjaði strax hræðsluáróðurinn um að stutt væri í næsta gos á Reykjanesi. 23. febrúar var til dæmis sagt að það gæti gosið í næstu viku miðað við kvikusöfnun. Samt kom fram í annarri frétt um svipað leyti, í þetta sinn frá HÍ, að áætlað væri að uppsöfnuð kvika sé 5 milljónir rúmmetrar en að það þurfi 8-15 milljón rúmmetra til að gjósi á ný. Samkvæmt því gæti nýtt gos dregist til 15. mars en yfirleitt hljómar hræðsluáróðurinn upp á mánaðarmótin næstu.
Nú þegar dregur nær mánaðarmótunum er þetta ítrekað, en Veðurstofan segir hins vegar að það þurfi 8-13 milljónir rúmmetra til að gjósi á ný. Þarna lækkar magnið sem sé um tvær milljónir rúmmetra miðað við tölur frá Háskólanum (þ.e. í hærri magntölunum)! 
Svo sem ekki skrítið. Veðurstofan er miklu duglegri í að hræða fólk en Háskólinn er. Ætli henni sé borgað sérstaklega fyrir það að halda íbúunum hræddum - og burtu frá bænum?
Þá er auðvitað verið að telja fólki trú um að vísindin, og tæknin, séu það nákvæm að þau geti reiknað út hve mikið kvikumagn sé á ferð. Vona að almenningur sé ekki svo auðtrúa.


mbl.is Aukið hættustig: 7,6 milljónir rúmmetra af kviku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 455545

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband