Að gera neyðaraðstoð tortryggilega

Mogginn gerir það ekki endasleppt. Reynir að gera sjálfboðaliðastarf til að bjarga fólki frá bráðum dauða, tortryggilegt. Fyrir það fyrsta er söfnunin ekki opinber. Hún fer ekki fram með því að ganga í hús eða á götum úti heldur fer hún fram á netinu.
Þá eru fjölmörg dæmi um þannig safnanir þar sem er verið að safna fyrir einstaklinga, sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda og hefur ekki verið amast við slíku hingað til.

Hér er greinileg enn ein afvegaleiðingin hjá skrílnum sem starfar á Mogganum, auðvitað fyrst og fremst til að bera blak af aumingjunum í ríkisstjórninni, Bjarna Ben og kó, sem þykist vera að hjálpa því fólki á Gaza sem á dvalarleyfi hér á landi en kemst hvorki lönd né strönd með "hjálp" þess opinbera. Sú hjálp er auðvitað einber sýndarmennska enda hefur ekkert komið út úr henni.

Nýjustu fréttir frá Gaza eru þær að um 700 manns er enn á sjúkrahúsi eftir árásir Ísraelshers á sveltandi mannfjölda á Norður-Gaza, þar af 200 manns með skotsár. Yfir 100 manns hafa verið drepnir.
Samkvæmt Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna eru morðin á hlaupársdag ekki fyrsta árásin á fólk sem reynir að nálgast hjálpargögn á Gaza. Frá miðjum janúar til loka febrúar hefur Ísraelsher að minnsta kosti gert 14 árásir á mannfjölda sem safnast hefur saman til að taka á móti neyðaraðstoð. Skotið hefur verið á fólkið með sjálfvirkum byssum og kastað að þeim handsprengjum.

Þessar aðferðir Ísraelshers við stríðsreksturinn á Gaza hafa orsakað algjört neyðarástand á svæðinu og verður að rannsaka af óháðum aðilum sem brot á alþjóðarétti segir í tilkynningu frá Mannréttindastofnuninni.
Nú þegar hafa 10 börn látist úr hungri á sjúkrahúsum á Gaza og enn gerir ísraelski flugherinn árásir á flóttamannabúðir á svæðinu. 17 manns voru þannig drepnir í nótt.

Þetta reynir Mogginn að gera lítið úr með því að gera söfnunina til að forða börnum og konum undan þessum drápum tortryggilega.
Skömm blaðsins er mikil, rétt eins og allra þeirra sem ekkert gera til að koma þessu fólki til aðstoðar - heldur þvert á móti senda vopn og skotfæri til Ísraela svo þeir geti haldið morðunum áfram: Danmörk, Holland, Þýskaland, Frakkland, Ástralía, Kanada og svo auðvitað aðalbófinn, Bandaríkin.
Þetta eru bestu "vinir" hægra liðsins hér á landi og því ekki nema von að engrar hjálpar er þaðan að vænta.


mbl.is Leyfislaus söfnun fyrir Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2024

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 455378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband