Tilraunamennskan í Frey

Enn er blessaður landsliðsþjálfarinn með tilraunamennsku. Níu nýir leikmenn í byrjunarliðinu! Þar af einn í miðri vörninni með sinn fyrsta landsleik í leik gegn sjálfum heimsmeisturunum.

Þetta minnir nokkuð á síðasta Algarvemót, í fyrsta leiknum, þegar liðið mætti Þjóðverjum og töpuðu 5-0. Þá voru tveir leikmenn að leika sinn fyrsta landsleik - og síðan voru reynslumestu leikmennirnir teknir útaf en nýliðarnir látnir spila allan leikinn.

Vonandi verða úrslitin nú ekki eins og þá. Skítt með það, segir þjálfarinn eflaust. Við hefðum tapað leiknum hvort sem var!


mbl.is Níu breytingar og fyrsti leikur Guðrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"hugsanlegra jökulflóða"?

Þetta fer nú að verða helst til langdreginn farsi! Engir skjálftar undir jökli og risið í sigskál Bárðarbungu mjög eðlilegt (engin merki um kvikuinnskot) en samt er enn talað um hugsanleg jökulflóð!

Þá er nær engin gasmengun mælanleg við hraunið, samkvæmt vísindamönnum sem voru þar í síðustu viku og sáust m.a. ganga ofan á hrauninu án gasgríma.

Kristján Már Unnarsson var með ágætan þátt á Stöð 2 í gær um Kröfluelda. Þar fór fólkið alveg að gosinu með ung börn og engum fannst athugavert við það.

Allur er varinn góður ... en fyrr má nú rota en dauðrota!


mbl.is Hraunið ekki opnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt!

Þetta er nú með fáránlegri brottrekstrum sem maður hefur séð. Beint rautt spjald fyrir að færa sig ekki frá boltanum í frísparki!

Svo virðist sem dómarinn hafi séð eftir þessu, amk samkvæmt fréttinni, því hann mun hafi breytt beina rauða spjaldinu í gult (og þar með tvö gul sem þýðir rautt!) eftir á.

Fyrstu fréttir hermdu hins vegar að Di Maria hafi fengið rautt spjald beint fyrir að toga í treyju dómarans til að fá hann til að ræða við sig, en samkvæmt þessu myndskeiði var svo alls ekki.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem enskir dómarar dæmda allt öðruvísi og strangar á erlenda leikmenn ensku deildarinnar en á þá bresku, svo spurning er hvort erlendir leikmenn séu ekki lagðir í einelti af dómurunum.


mbl.is „Rétt að reka Di Maria af velli“ (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógræktin að væla - að venju

Skógræktin er farin að væla hástöfum vegna minnkandi fjármagns hins opinbera til hennar. Í þessari frétt kemur m.a. fram að framlög til skógræktar hafi minnkað mikið eftir hrun sem hefur leitt til þess að árið 2014 hafi verið gróðursettar 2,9 milljónir plantna, sem sé það minnsta síðan 1989. Árið 2007 hafi gróðursetningin náð hámarki eða 6,1 milljónir plantna!

Samt kemur fram, í grein sem Skógræktin vísar til, að fjárveiting til nýskógræktar hefur aukist um 14% frá árinu 2000 til ársins 2014 og að sérstök fjárveiting til Skógræktar ríkisins hafi aðeins dregist saman um 11% á sama tímabili:

http://www.skogur.is/media/frettir-2015/ThHJ-2014-Af-avoxtunum-thekkist-tred.pdf

Samdrátturinn hvað varðar gróðursetningu trjáa nemur hins vegar miklu meiru en samdráttur í fjárframlögunum, fór úr 4,5 milljóna plöntum árið 2000 í tæpar 3 milljónir árið 2014 eða um 33%. Þetta virðist benda til þess að yfirbyggingin hjá þeim hafi stækkað mjög svo fjármagnið, sem aðeins hefur lækkað lítillega, hefur alls ekki skilað sér til skógbændanna eða til útplöntunar trjáa. Þannig má segja að Skógræktin geti sjálfri sér um kennt og þurfi að taka til í eigin ranni áður en hún fer að væla um hærri fjárframlög:

Sjá http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2437


mbl.is Áratuga skógrækt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Þórunni Helgu?

Skrítið þetta val á landsliðinu (og reyndar ekki í fyrsta sinn). 

Tveir ágætir leikmenn ekki valdir, atvinnumennirnir í Noregi: Katrín Ásbjörnsdóttir í Klepp og Þórunn Helga Jóns­dóttir í Alvaldsnes - og engin skýring gefin.

Auk þess er ekkert fjallað um það af hverju Mist Edvardsdóttir í Val og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir í Jitex eru ekki í liðinu en þær munu reyndar báðar vera meiddar/veikar.


mbl.is Katrín ekki með vegna höfuðhöggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0,8 stiga hlýnun í yfir 150 ár!

Það eru nú öll ósköpin. Hlýnun upp á 0,8 stig frá seinni hluta 19. aldar (sem var lítill ísaldartími) og til dagsins í dag!
Svo heyrir maður fullyrðingar um óðahlýnun á hverju degi. Einhvers staðar eru lobbýistar á ferð til að fá aukið fjármagn í rannsóknir.

Annars er merkilegt að þegar vísindamenn eins og þessi prófessor skýra frá staðreyndum sem þessum, þurfa þeir alltaf að draga úr gildi þeirra - og "afsaka" af hverju ekki hafi hlýnað eins mikið og verstu hrakfaraspárnar hljóðuðu upp á. Svo eru það undantekningarnar sem eiga að sanna (reyna) regluna. Þær eru óteljandi (ekki sama veður og loftslag osfrv.!).

Af hverju ekki að gleðjast yfir því hve hægt hlýni - og þar með dragi úr skelfilegum afleiðingum þess víða um heim?


mbl.is Loftslag eitt en veður annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til!

Menn hafa verið að deila um það á bloggsíðum hvort aðgengi að Dettifossi vestanmegin hafi verið lokað svona lengi eða ekki. Nú er komin staðfesting á því að það var lokað allt frá upphafi og til dagsins í dag. Þetta er enginn smá tími sem ein mikilfenglegasta náttúruupplifun á Íslandi hefur verið lokuð fyrir almenning - og fyrir ferðamenn - eða allt frá því að skjálftarnir hófust í Bárðarbungu um 20. ágúst. 

Allur er varinn góður sagði nunnan ... en þetta var nú einum of miklar varúðarráðstafanir í ljósi þess að aldrei var nein hætta á ferðum allan þennan tíma eða á sjöunda mánuð!

Það var aldrei neitt sem benti til þess að það færi að gjósa undir jökli og þaðan af síður að hamfarahlaup kæmi niður farveg Jökulsár á Fjöllum og hrifaði með sér allt kvikt á leið sinni - á örfáum klukkustundun svo enginn gæti forðað sér!!

Vonandi læra menn af reynslunni og hætta þessum ýktu viðbrögðum (við vá sem engin var og er).


mbl.is Lokunum aflétt við Dettifoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgamlar tölur - fölsun blaðamannsins?

Þessi frétt er nú einfaldlega tilraun til fölsunar hjá blaðamanninum. Það er löngu hætt að gera ráð fyrir hlýnun uppá 4-6 gráður. Það var gert eftir að hlýnunin náði hámarki upp úr aldamótunum - og síðan byggt á þeim tölum alveg framundir 2011 eða yfir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn 2009. 

Þá loksins var farið að reikna inn tímabilið eftir 2002-3 þegar ekkert hafði hlýnað og það notað til útreikninga. Þá komu upp tölur frá 1,8 stiga hlýnun en í versta lagi um 3 gráður. Tekið skal fram að þá er reiknað með öllu tímabilinu frá 1900 til 2100.

Meira að segja loftlagsráð Sameinuðu þjóðanna er búið að breyta þessum tölum hjá sér þannig að blaðamaðurinn er hér illa úti að aka.

 


mbl.is Koldíoxíðið er brennuvargurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættustig áfram!

Það er greinilegt að almannavarnaráðið getur ekki sætt sig við að "varúðar"ráðstafanir þær, sem það tók í byrjun jarðhræringanna þarna á svæðinu í kringum Bárðarbungu og Dyngjujökul, hafi verið ástæðulausar nema þá á svæðinu næst gosinu í Holuhrauni. Benda má á að í upphafi gengu öfgarnar svo langt að alvarlega var íhugað að flytja alla íbúa í Kelduhverfi, og Axarfirðinum öllum, á brott og rýma svæðið alveg! Þetta vegna hugsanlegs hamfaraflóðs í Jökulsá á Fjöllum.

Síðan var nær öllu vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum, og svæðinu við Jökulsárgljúfur gert að bannsvæði, þar á meðal Dettifoss. Stór hluti þessa er enn bannsvæði og verður um sinn samkvæmt þessari yfirlýsingu frá almannavörnum.

Ég tel það augljóst að ráðið geti ekki viðurkennt að það hafi haft rangt fyrir sér allan tímann, ýkt hættuna upp úr öllu valdi, og vilji því ekki opna bannsvæðin fyrr en eftir dúk og disk. 

Málið er bara það að ferðaþjónustuaðilar norðanlands geta enn ekki skipulagt ferðir á svæðinu þó svo að mjög stutt sé í vorið og að hinn alvöru ferðamannatími hefjist. Hver dagur sem tapast er dýrmætur hjá þeim. Dráttur á því að opna svæðið skiptir þannig tilfinnanlega miklu máli fyrir þá fjárhagslega.

Segja má að þeir tapi stórum fjárhæðum á hverjum degi héðan í frá og þeim mun meir auðvitað sem það dregst hjá almannavörnum að opna svæðin, sérstaklega á milli Dettifoss og Ásbyrgis (sem enginn skilur af hverju hafa verið lokuð allan þennan tíma). Sama má segja um Öskjusvæðið.


mbl.is Eldgosinu í Holuhrauni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn verið að hræða?

Af yfirskrift þessarar fréttar má ráða að kvika sé að flæða að Bárðarbungu og því aukin hætta á gosi þar. Svo er alls ekki heldur þvert á móti. Enn streymir kvika frá öskjunni og til gosstöðvanna í Holuhrauni sem sýnir að eitthvað gos er enn í gangi.

Því hefði verið heppilegra að velja næstum því allar aðrar yfirskriftir en þessa á fréttina!

Málið er auðvitað það að gosið í Holuhrauni hefur verið að fjara út nú í meira en mánuð. 6. febrúar segir frá því að verulega hafi dregið úr gosvirkninni síðustu tvær vikurnar (eða frá því uppúr 20. janúar). Reyndar má ætla að enn fyrr hafi byrjað að draga úr því því engir skjálftar yfir fimm á Richter hafa mælst í Bárðarbungu síðan 8. janúar.

Þá má benda á að ekki hefur mælst skjálfti yfir þrjá að stærð síðan 21. febrúar og reyndar ekki nema einn yfir tvo af stærð síðan 22. febrúar.

20. febrúar var minnkandi gosvirkni lýst á þennan hátt: "Aðeins eitt gosop er virkt innan gígsins og yfirborð kvikunnar heldur áfram að lækka … Gosmökkurinn nær nú aldrei nema 1000 m hæð yfir jörðu." Frá þeim tíma a.m.k. hefur stækkun hraunsins þannig verið óveruleg - og eflaust þónokkru fyrr.

Svo virðist sem um það leyti, eða um 20. febrúar, hafi gosið að mestu fjarað út. Það hefði eflaust verið réttasta yfirskrft þessarar fréttar.


mbl.is Hægar færslur í átt að Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 464564

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 207
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband