Nú, er Hanna Birna enn ráðherra útlendingamála?

Ég hélt að Hanna Birna hefði sagt af sér öllum störfum sem tengdist útlendingamálum þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra en það er greinilega ekki svo.

Hún getur því enn sagt af sér hluta af störfum sínum - þó hún sjái það ekki sjálf eftir viðtali við hana í fjölmiðlum í gær að dæma.

Annars er klaufaskapur hennar og fljótfærni í máli Tony Amos þannig að ljóst er að hún veldur ekki starfi sínu. Á samskiptamiðlunum er verið að benda á afrek hennar á þessu sviði, svo sem þegar hún reyndi að bendla Rauðakrossinum við lekann: http://www.dv.is/frettir/2013/12/18/hanna-birna-klinir-lekanum-rauda-krossinn/

Einnig fullyrðingu hennar um að lekinn hafi ekki komið úr ráðuneytinu - það hafi verið fullkannað hjá þeim sjálfum!

Síðasta útspilið er það, að hún ætli ekki að segja af sér embætti - en áður hafði hún sagst ætla að bíða með að taka ákvörðun þangað til álit Umboðsmanns alþingis lægi fyrir. Það hefur hins vegar dregist og virðist nú sem það muni dragast enn lengur.

Spurningin er auðvitað hvort farið sé að beita Umboðsmanninn þrýstingi og að hann muni skipa sér í flokk þeirra sem skera Hönnu Birnu úr snörunni. 

Það er eins og ríkisstjórnin átti sig ekki á því að því meir sem málið dregst á langinn því harðar þrengist hnúturinn að eigin hálsi.


mbl.is Skipaður formaður kærunefndar útlendingamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúrik og Ögmundur bestir!

Rúrik er búinn að eiga stórleik í fyrri hálfleiknum og hlýtur að fá tækifæri gegn Tékkum í alvöruleiknum á sunnudaginn. Réttast væri að setja Birki Bjarnason í hans stöðu í seinni hálfleiknum svo menn geti séð gæðamuninn á þessum tveimur leikmönnum.

Þá er Ögmundur Kristinsson (yngri) búinn að eiga stórleik í markinu og virðist ekki vera síðri markvörður en Hannes Þór Halldórsson.

Fleiri virðast ekki koma til greina í liðið á sunnudaginn, nema auðvitað fyrir Jón Daða Böðvarsson, þ.e. annaðhvort Alfreð eða Viðar Örn. Gaman væri að sjá þá báða spila lungann úr seinni hálfleiknum til að dæma um það.

Reyndar er Hallgrímur Jónasson traustur í vörninni og á greinilega fullt erindi í A-landsliðið, amk sem innáskiptur varamaður.


mbl.is Tveggja marka tap gegn Belgum ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir enn ósatt?

Ekki hljómar þetta nú trúverðuglega!

Mun sennilegra er að hér sé fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu að stela glæpnum af yfirmanni sínum - og bjarga henni þar með úr snörinni. 

Þakkirnar sem hann fær fyrir það eru svo auðvitað í samræmi við allt annað í þessum farsa, hann er umsvifalaust rekinn!!!

Annars hefur mér alltaf fundist skrýtið að maðurinn sé aðeins ákærður fyrir leka - en ekki meiðyrði eða þaðan af verra - en það hlýtur að teljast vera mjög alvarlegt mál að ásaka mann fyrir mannsal og vændi, eins og gert var í umræddu skjali til fjölmiðla, ef það er svo tóm lygi (og þar með enn ein hugsanleg lygin).

 


mbl.is Vildi ekki lifa með því að segja ósatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldssemin söm við sig!

Hefði einhver búist við tilfæringum á íslenska landsliðinu fyrir æfingarleikinn við Belga, fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum, þá hefur hann ekki orðið að ósk sinni. Liðið breystist jú harla lítið og leikmenn sem hafa verið að standa sig vel með félagsliðum sínum undanfarið fá ekki tækifæri frekar en fyrri daginn. Má þar nefna hinn leikreynda Pálma Rafn Pálmason sem hefur verið að skora grimmt fyrir Lilleström í síðustu leikjum. Lið hans endaði í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar, vel fyrir ofan næstu Íslendingalið, en samt fær hann engin tækifæri hjá Lagerbäck og Heimi.

Birkir Bjarnason er hins vegar alltaf í náðinni þrátt fyrir slaka frammistöðu undanfarið með landsliðinu og þrátt fyrir að leika með lélegu liði í ítölsku B-deildinni.

Þá hefði alveg mátt hvíla Helga Val og Ólaf Inga en þeir hafa lítið sem ekkert verið notaðar undanfarið í landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur verið að standa sig vel með Helsingborg síðan hann kom þangað og svo þætti manni ekki óeðlilegt að Guðmundur Þórarinsson færi að banka á dyrnar hjá landsliðinu eftir góða frammistöðu með 21 árs landsliðinu og með félagsliði sínu, Sarpsborg.

En íhaldssemi þjálfaranna í liðsvalinu breytist ekki svo glatt, þrátt fyrir yfirlýsingar um að nota menn í leiknum gegn Belgum, sem hafa lítið fengið að spreyta sig hingað til.


mbl.is Jóhann, Ögmundur og Hörður í hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing, nú Arionbanki, er eitt þessara fyrirtækja

Þetta er auðvitað mjög athyglisverðar fréttir enda er um yfir 340 fyrirtæki að ræða sem hafa flutt hagnað af starfsemi sinni í pappírsfyrirtæki í skattaskjólinu Luxemborg til að komast hjá því að greiða skatt í heimalandinu.

Árin sem um ræðir eru 2002-2008. Þá var Juncker, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, forsætisráðherra landsins og talinn hafa borið höfuðábyrgð á því að skapa þetta skattaskjól í Luxemborg.

Hætt er við að meðlimslönd ESB verða ekki par hrifin af þessum fréttum, að þessi maður, sem nú leiðir sambandið, hafi átt stóran þátt í að ræna skatttekjum af löndum þeirra.

En kannski sýnir kjör hans í stöðu forseta framkvæmdastjórnarinnar enn betur en áður að ESB er aðeins fyrir þá ríku - fjármagnseigendurnar - og að almenningur geti lapið dauðann úr skel amk á meðan hann er svo vitlaus að kjósa þetta lið yfir sig. Líklegust útkoman er nefnilega sú að ráðandi stjórnmálaöfl í ESB-löndunum kæra sig kollótta um þessar fréttir (enda svo sem vitað fyrir löngu!).

Tekið skal fram að slík skattaskjól sem þetta eru ólögleg samkvæmt alþjóðalögum.

 


mbl.is Ljóstrað upp um skattaparadísina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks "sína stöðu"!?

Ég held nú að flestir sem fylgjast eitthvað með fótbolta viti að vinstri bakvarðarstaðan er ekki "staða" Ara Freys, nema í landsliðinu að sjálfsögðu.

Hann var jú skólaður af Lars landsliðsþjálfara í bakvarðarstöðuna, vegna þess að þar vantaði mann. Ari lék hins vegar áður alltaf á miðjunni, svo sem hjá Sundsvall, en var svo keyptur til OB sem vinstri bakvörður eftir að hafa slegið í gegn með landsliðinu í þeirri stöðu.

OB-menn sáu hins vegar fljótt að Ari nýttist miklu betur á miðjunni en í bakverðinum og því hefur hann lítið spila í bakvarðarstöðunni hjá liðinu.

Landsliðsþjálfararnir blessaðir hafa hins vegar ekki séð það enn og munu eflaust aldrei sjá það því á miðjunni er jú fyrir eitt aðal uppáhaldið þeirra, Aron Einar Gunnarsson. 


mbl.is Ari Freyr aftur í vinstri bakvörð og valinn í lið umferðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagerbäck í dýrlingatölu?

Búið er að taka Lars Lagerbäck í dýrlingatölu ... í Svíþjóð vegna árangurs hans með íslenska landsliðið.

Í grein í DN (Dagens Nyheter) er þessu haldið fram og bent á að svo hafi nú ekki alltaf verið. Um leið og L. tók við sænska landsliðinu á sínum tíma heyrðust óánægjuraddir og þær minnkuðu ekkert þrátt fyrir eitt brons á HM. Kemí-ið milli fjölmiðlafólks ytra og Lars virðist aldrei hafa virkað enda miklar kröfur gerðar til landsliðsins, sem Lars og Tommy Söderberg, aðalþjálfari liðsins um tíma en þá var Lars aðstoðarþjálfari en svo jafnháir þar til Lars tók alfarið yfir, náðu aðeins einu sinni að uppfylla.

Nú hins vegar er hann elskaður og virtur í Svíþjóð, ekki aðeins vegna frammistöðunnar sem þjálfari íslenska landsliðsins heldur einnig vegna óánægjunnar með núverandi þjálfara sænska landsliðsins, Erik Hamrén. Sá þykir sjálfumglaður og tala oft óskiljanlegt mál meðan Lars er alltaf jafn alþýðlegur í tali og settlegur í framgöngu! Það eru Svíar loksins farnir að kunna að meta!

http://www.dn.se/sport/johan-croneman-folkbildaren-och-lararen-lars-lagerback-ar-var-sjal/

Því má búast við að Lars verði dýrlingur í tveimur löndum, Svíþjóð og Íslandi, ef svo heldur fram sem horfir.


mbl.is Ísland í 28. sæti á FIFA-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti?

Það er greinilegt að íþróttafréttamenn og knattspyrnuáhugamenn leggja Balotelli í einelti þessa daganna. Reyndar virðist það vera lenskan með leikmenn Liverpool, sérstaklega sóknarmennina. Torres lenti jú í þessu og Suarez einnig - fór ítrekað í bann eftir að hafa brugðist illa við einelti inni á vellinum.

Það er þó einkar lélegt af knattspyrnustjóranum að  höggva í sama knérunn og úthúða Balotelli í fjölmiðlum. Verið er að gera leikmanninn að blóraböggli fyrir lélega frammistöðu Liverpool nú í haust. 

Rodgers væri nær að líta í eigin barm og reyna að laga stjórnun sína á liðinu. Balotelli var einn fárra leikmanna Liverpool sem gat eitthvað í fyrri hálfleiknum - en var svo kippt útaf í hálfleik!

Í staðinn var litla dúkkan Sterling settur í framherjastöðuna og sást þar auðvitað ekkert. Sá leikmaður er annars alveg kapituli út af fyrir sig. Honum virðist næstum því alveg fyrirmunað að gefa boltann og ef hann reynir það þá mistekst sendingin yfirleitt. Ef einhver ætti að fá á sig skömmina fyrir lélega frammistöðu liðsins, þá er það hann.


mbl.is Rodgers ósáttur við treyjuskiptin hjá Balotelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Það er ótrúlegt að sjá hvaða svæði eru enn lokuð svo sem (vestari) Dettifossleið norðan fossins og alla leið að Ásbyrgi - sem og aðalsvæðið sem nær norður fyrir Grímsstaði á Fjöllum eða allt að hringveginum!

Þetta ástand hefur varað frá því að jarðskjálftarnir hófust í Bárðarbungu um og uppúr miðjum ágúst - stendur enn og mun eflaust vara fram á vorið hið minnsta.

Samt hefur ekkert gerst og ekkert breyst frá því að gos hófst á besta hugsanlega stað, í Holuhrauni.

Hætta á gosi undir jökli með jökulhlaupi og öskugosi er enn jafn hverfandi og þegar gosið í Holuhrauni fór að tappa af þýstingnum undir Bárðarbungu - og síðan eru liðnir hátt í tveir mánuðir! 

Það er ljóst að menn telja sig hafa vit fyrir öðrum - og hafa mikla þörf fyrir að sýna vald sitt. 


mbl.is Lokað í 25 km fjarlægð frá gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Leitt til köfnunar"?

Þetta er nú það hlægilegasta sem ég hef lesið lengi um gasmengunina og greinilegt að þessi líftæknifræðingur veit lítið hvað hún er að tala um. 

Hættumarkið er 2000 g en ekki 1000 g eins og hún heldur fram.  

Þá má geta þess að leikur 21 árs liða Dana og Íslendinga fór fram á Laugardalsvellinum í dag, þrátt fyrir að mengunin væri við hættumörk miðað við áherslu, eða nálægt 600 g. 

Það er ábyrgðarhluti að ala á slíkri hysteríu og þessari sem konan virðist vera haldin af - og ætti blaðið að vanda betur fréttaflutning sinn. 


mbl.is Börn fara út þrátt fyrir lítil loftgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 464353

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband