Kaupþing, nú Arionbanki, er eitt þessara fyrirtækja

Þetta er auðvitað mjög athyglisverðar fréttir enda er um yfir 340 fyrirtæki að ræða sem hafa flutt hagnað af starfsemi sinni í pappírsfyrirtæki í skattaskjólinu Luxemborg til að komast hjá því að greiða skatt í heimalandinu.

Árin sem um ræðir eru 2002-2008. Þá var Juncker, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, forsætisráðherra landsins og talinn hafa borið höfuðábyrgð á því að skapa þetta skattaskjól í Luxemborg.

Hætt er við að meðlimslönd ESB verða ekki par hrifin af þessum fréttum, að þessi maður, sem nú leiðir sambandið, hafi átt stóran þátt í að ræna skatttekjum af löndum þeirra.

En kannski sýnir kjör hans í stöðu forseta framkvæmdastjórnarinnar enn betur en áður að ESB er aðeins fyrir þá ríku - fjármagnseigendurnar - og að almenningur geti lapið dauðann úr skel amk á meðan hann er svo vitlaus að kjósa þetta lið yfir sig. Líklegust útkoman er nefnilega sú að ráðandi stjórnmálaöfl í ESB-löndunum kæra sig kollótta um þessar fréttir (enda svo sem vitað fyrir löngu!).

Tekið skal fram að slík skattaskjól sem þetta eru ólögleg samkvæmt alþjóðalögum.

 


mbl.is Ljóstrað upp um skattaparadísina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455629

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband