Verður fótboltaleiknum þá ekki frestað?

Nú þegar loftgæðin í Reykjavík eru farin að nálgast hættumörk, ef fólk reynir eitthvað á sig, þá hlýtur það að koma til greina að aflýsa leik 21 árs landsliðsins íslenska gegn því danska.

Leikurinn á að byrja kl. 16.15 en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aukist hratt undanfarna klukkustundir eða úr 200 grömmum frá því um hádegið og í 500 grömm kl. 14 - og hættumörkin eru 600 grömm.

En kannski er þetta bara látalæti í Almannavörnum, Veðurstofunni og fjölmiðlum - og ekkert að óttast frekar en venjulega?


mbl.is Gasmengun eykst í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2-0 eftir að hafa verið í nauðvörn lengstum!

Undarlegur er hann þessi fótbolti. Íslenska liðið lélegt í fyrri hálfleiknum og verið lengi vel í nauðvörn - en fékk svo gefins vítaspyrnu - og skoruðu svo í eina færinu eftir það!

Gott að Robben er ekki góður skallamaður! Þvílíkt dauðafæri! 

 


mbl.is Sögulegur sigur á bronsliði HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birkir og Jón Daði enn í byrjunarliðinu!!

Það er ekki hægt að segja að landsliðsþjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta séu nýjungagjarnir!

Sama liðið og síðast þrátt fyrir að tveir leikmannanna þá hafi í raun fengið falleinkunn (amk miðað við hina leikmennina), þeir Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson.

Birkir er auðvitað kapituli útaf fyrir sig og hefur verið lengi, en þetta með Jón Daða er tiltölulega nýtt.

Hann hefur meira og minna verið varamaður hjá liði sínu Viking sem er í neðri hluta norsku úrvalsdeildarinnar en Alfreð var markahæsti leikmaður þeirra hollensku á síðustu leiktíð - og er núna að spila í einni albestu deild í heimi, þeirri spænsku. Þar hefur hann ekki spilað minna undanfarið en Jón Daði í þeirri norsku - en samt er sá síðarnefndi valinn.

Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar Lars Lagerbäck rökstuddi það að velja ekki Aron Jóhannsson í landsliðið meðan hann spilaði í Danmörku, og hafði nýverið skorað fjögur mörk í einum leik, að danska úrvalsdeildin væri nú ekki svo sterk.

Ætli rökstuðningurinn núna fyrir valinu á Jón Daða, en ekki Alfreð, sé ekki sá að spænska deildin sé nú ekki svo sterk?


mbl.is Byrjunarlið Íslands óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórt tap þá!

Ef ég man rétt þá tapaði íslenska landsliðið leiknum gegn Wales 3-0 og átti Bale þátt í öllum mörkunum. Hann fór oft illa með Ara í þeim leik. Hætt er við að menn eins og Emil og jafnvel óskadrengurinn Aron Einar þurfi að vera duglegir í hjálpinni þegar Robben tekur sprettina sína. Svo verða menn auðvitað að passa dýfurnar hjá honum og koma ekki of mikið við hann inni í teignum.

Annars leggst þessi leikur illa í mig. Hætt er við að þjálfararnir breyti ekki liðinu ("við breytum ekki sigurliði") og látum óharnaðan unglinginn, Jón Daða, byrja inná en hafa hinn vel sjóðaða Alfreð á bekknum rétt eins og í síðasta leik. Þá er hætt við að Birkir Bjarna byrji inná og taka lítinn þátt í leiknum rétt eins og í síðustu tveimur landleikjum.

0-3 rétt eins og leikurinn gegn Wales?


mbl.is Ari: Bale hljóp hratt líka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur árangur?

Fjölmiðlafólk er einkennilegt fyrirbæri. Reyna í sífellu að móta skoðanir fólks - og yfirleitt þá til að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum valdamönnum í samfélaginu - já eða yfirmönnum sínum.

Íþróttafréttamenn eru engin undantekning. Hallelújáin í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta er slík að maður hefur sjaldan orðið vitni að öðru eins. Frábær frammistaða osfrv. þó svo að við höfum ekki unnið neitt með liðinu - nokkurn tímann!

Ein skýringin á þessum látalætum er eflaust sú að eftir mjög dapra frammistöðu íslenska landsliðsins undanfarin 15-20 ár, undir stjórn þriggja íslenskra landsliðsþjálfara, er loks farið að rofa til.

Samt ekkert stórkostlega! Riðillinn sem við vorum í í undankeppni HM var t.d. slakur eins og kom í ljós á sjálfri úrslitakeppninni þar sem Sviss reið ekki feitum hesti frá keppninni, og Króatía svo sem ekki heldur, liðið sem sló okkar menn út í umspilinu.  Og ekki byrja Svisslendingar vel í undankeppni EM, hafa tapað tveim fyrstu leikjunum.

Lars Lagerbäck er að vísu nokkuð glúrinn karl og veit hvernig á að tala við fjölmiðla. Nú flýtur hann á sigrinum yfir Tyrkjum og hrósar íslenska liðinu (og sér?) upp í hástert með því að fullyrða að það hafi leikið betur í þeim leik (amk í fyrri  hálfleiknum) en sænska landsliðið lék allan tímann undir hans stjórn (þriðja sætið á HM t.d.)!

Vandamálið með Lars er hins vegar það sama og var hjá honum með sænska landsliðið, þ.e. valið á liðinu. Einn sænsku landsliðsmannanna, sem að mati flestra átti ekki heima í liðinu, sagði að það væri mjög erfitt að missa sæti sitt í liðinu ef maður kæmist í það á annað borð.

Þetta fylgir Lars karlinum hingað upp á skerið. Sértu kominn í liðið, og færð eitthvað að spila þar, þá geturðu verið nokkurn veginn öruggur um að vera í því þangað til þú kemst á eftirlaun. Gott dæmi um þetta er Birkir Bjarnason sem hefur átt afleitu gengi að fagna með félagsliðum sínum (og er nú komið í lélegt 2. deildar lið á Ítalíu) en á samt fast sæti í byrjunarliði landsliðsins.

Aron Einar er í raun annar leikmaður sem virðist vera í fastri áskrift hjá liðinu, þrátt fyrir að fáum dyljist að sá maður er ekki flinkur í fótbolta. Þriðja dæmið er Kári Árnason en hann hefur þó sýnt þokkalega leiki undanfarið, enda er lið hans loksins komið í sæmilega deild.

Vegna þessarar undarlegu íhaldssemi hafa leikmenn eins og Ari Skúla og Theódór Elmar, loksins þegar þeir hlutu náð í augum þjálfarans, verið að spila í stöðum sem þeir spila yfirleitt ekki. Báðir eru miðjumenn, sem stjórna spili félagsliða sinna í einni af sterkari deildum Evrópu, en sitja nú fast í bakvarðastöðum landsliðins.  

Um Elmar var þetta sagt eftir næstsíðasta leik, en lið hans er nú taplaust í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann lék þar sem framliggjandi miðjumaður:

"Elmar Bjarnason spillede en rigtig flot kamp i Aalborg fredag aften. Var meget bevægelig offensivt, og slog flere gode indlæg. Var en evig trussel mod AaB-forsvaret, hvor han var ud­fordrende og direkte i sit spil."

Já, það er hætt við að liðsuppstilling íslenska landsliðsins, og liðsvalið almennt séð, eigi eftir að koma liðinu í koll í þessum sterka riðli sem það er í. Ætli hljóðið í fjölmiðlunum breytist þá eitthvað, þ.e. þegar illa gengur? Ég efa það. Fjölmiðlafólkið er jú svo undarlega meðvirkt!


mbl.is Rétt hugarfar skiptir öllu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsóknir!

Jæja þá er það byrjar sem margir óttuðust. Politískar ofsóknir á hendur embættismönnum sem voru svo óheppnir að starfa undir stjórn fyrrum ríkisstjórnar landsins sem var lýðræðislega og löglega kosin.

Þetta minnir á nasistana í Þýskalandi á sínum tíma.

Og þetta styður íslenska ríkisistjórnin og eflaust stærsti hluti þingsins. Það sem meira er. Öll vestrænu lýðræðisríkin styðja þessa fasistísku ríkisstjórn og sjá eflaust ekkert athugavert við þetta framferði.

Djöfuls hræsnin enn eina ferðina. 

 


mbl.is Stjórnkerfið hreinsað í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissamtök?

Skógræktin hefur nú sjaldnast staðið undir því að vera kölluð "umhverfissamtök". Hún hefur yfirleitt lagst gegn því að skógrækt fari í umhverfismat, eins og ætla mætti að væri eðlilegt og sjálfsagt.

Þá hefur hún staðið í langvinnum deilum við náttúrufræðinga og Náttúrustofnun vegna lúpínunnar og neitað að viðurkenna skaðsemi hennar (þ.e. neikvæða þætti hennar og sér aðeins þá jákvæðu).

Auk þess hefur Skógræktin viljað taka þátt í ræktun á erfðabreyttu fóðri og jafnvel matvælum (vegna Barra ofl.) sem hingað til hefur nú ekki verið talið sérstaklega umhverfisvænt.

Því er nær að tala um skógræktina sem umhverfissóða frekar en umhverfissamtök, slík hefur framganga þeirra verið undanfarið. 


mbl.is Birkið ekki talið vera farartálmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn stríðsáróður

Þáttur vestrænna fjölmiðla í því að hvetja til aukinnar stríðsþátttöku Vesturveldanna verður seint ofmetinn. 

Hugtök eins og hryðjuverkasamtök, vígasveitir, íslamistar eru til þess ætluð að fá samþykki kjósenda, þ.e. almennings, fyrir auknum hernaðarumsvifum vestrænna þjóða í fjarlægum heimshlutum eins og Miðausturlöndum nú um stundir.

Þessi söngur hefur auðvitað heyrst lengi eða allt frá 1980 þegar Bandaríkin hófu fyrst afskipti sína af þessum heimhluta. Í nýlegri grein hefur verið vent á að þetta er 14. stríðið sem Bandaríkjamenn heyja á svæðinu, þ.e. nýhafnar loftárásir á Sýrland. 

Það munu vera um 50 ríki sem hafa lýst stuðningi sínum við þessar aðferðir, þar á meðal íslenska ríkisstjórnin þó svo að yfirlýsing þar um hafi aðeins birst á ensku!

Þetta er í annað sinn sem íslenska ríkisstjórnin lýsir yfir stuðningi sínum við árásir "viljugra þjóða" á vondu kallana í Írak (þ.e. sunnítana sem margir hverjir eru fyrrum stuðningsmenn Saddams Hussain). Nú bregður þó svo við að engin mótmæli heyrast frá vinstri mönnum, eins og þó heyrðust þegar ráðist var inn í Írak á sínum tíma. Það virðast allir vera samþykkir þessum hernaðaraðgerðum. Líklega hefur áróðurinn gegn Íslamska ríkinu tekist svona vel, eða þá að allir hinir borgaralegu flokkar á Vesturlöndum, einnig þeir lengst til vinstri, sjá að eina leiðin til að halda forréttindum þeim sem við njótum hér vestra, sé með vopnavaldi.

Stuðningurinn við loftárásirnar á Libýu benda til þess en þar voru allir sammála.

Eins og venjulega þá er það sannleikurinn og óbreyttir borgarar sem verða verst úti í stríði.  


mbl.is Örlög Kobane sama og ráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Daði með slakan leik!

Í ljósi valsins á landsliðinu má geta þess að Steinþór Þorsteinsson var valinn besti leikmaður Viking eftir leikinn (fékk 7 í einkunn). Jón Daði, sem virðist vera orðinn fastamaður í íslenska A-landsliðinu, fékk einhverja lélegustu einkunina fyrir sinn leik eða 4.

Einnig má geta þess að Björn Bergmann fékk mun betri einkunn fyrir sinn leik en Jón Daði, eða 6, þó svo að hann hafi aðeins leikið í rúman hálftíma. 

Auk þess má nefna að Björn er enn leikmaður Wolves þar sem hann þénar um 100 milljónir kr. á ári. Molde er talið borga honum helming þeirra upphæðar! 

Ætli landsliðsþjálfararnir viti af þessu öllu saman? 


Steinþór með stórleik!

Í ljósi valsins á landsliðinu má geta þess að Steinþór Þorsteinsson var valinn besti leikmaður Viking eftir leikinn (fékk 7 í einkunn). Jón Daði, sem virðist vera orðinn fastamaður í íslenska A-landsliðinu, fékk einhverja lélegustu einkunnina fyrir sinn leik eða 4.

Einnig má geta þess að Björn Bergmann fékk mun betri einkunn fyrir sinn leik en Jón Daði, eða 6, þó svo að hann hafi aðeins leikið í rúman hálftíma. 

Auk þess má nefna að Björn er enn leikmaður Wolves þar sem hann þénar um 100 milljónir kr. á ári. Molde er talið borga honum helming þeirra upphæðar! 

Ætli landsliðsþjálfararnir viti af þessu öllu saman? 

 

 


mbl.is Björn tryggði Molde titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 464349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband