Birkir og Jón Daði enn í byrjunarliðinu!!

Það er ekki hægt að segja að landsliðsþjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta séu nýjungagjarnir!

Sama liðið og síðast þrátt fyrir að tveir leikmannanna þá hafi í raun fengið falleinkunn (amk miðað við hina leikmennina), þeir Birkir Bjarnason og Jón Daði Böðvarsson.

Birkir er auðvitað kapituli útaf fyrir sig og hefur verið lengi, en þetta með Jón Daða er tiltölulega nýtt.

Hann hefur meira og minna verið varamaður hjá liði sínu Viking sem er í neðri hluta norsku úrvalsdeildarinnar en Alfreð var markahæsti leikmaður þeirra hollensku á síðustu leiktíð - og er núna að spila í einni albestu deild í heimi, þeirri spænsku. Þar hefur hann ekki spilað minna undanfarið en Jón Daði í þeirri norsku - en samt er sá síðarnefndi valinn.

Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar Lars Lagerbäck rökstuddi það að velja ekki Aron Jóhannsson í landsliðið meðan hann spilaði í Danmörku, og hafði nýverið skorað fjögur mörk í einum leik, að danska úrvalsdeildin væri nú ekki svo sterk.

Ætli rökstuðningurinn núna fyrir valinu á Jón Daða, en ekki Alfreð, sé ekki sá að spænska deildin sé nú ekki svo sterk?


mbl.is Byrjunarlið Íslands óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 455606

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband