16.9.2014 | 10:15
Eitthvað fyrir Lagerbäck?
Sænskir fjölmiðlar ausa lofi yfir Arnór Ingva eftir frammistöðu hans í leiknum í gær.
Einn þeirra spyr hvort Lars Lagerbäck sé ekki örugglega að fylgjast með honum þessum fyrir A-landsliðið.
Við skulum þó vona að svo verði ekki alveg strax þannig að 21 árs liðið fái að njóta hans í umspilsleikjunum gegn Dönum nú í október.
http://www.dn.se/sport/ishockey/norrkoping-tillbaka-pa-saker-mark/
![]() |
Markið og stoðsendingarnar hjá Arnóri (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2014 | 15:54
Maður fyrir landsliðið?
Hjörtur Logi spilar reyndar ekki sem vinstri bakvörður með liði sínu þessa stundina heldur á miðjunni vinstra megin.
Hann er þó vinstri bakvörður að upplagi og lék í þeirri stöðu með 21 árs landsliðinu sem komst í úrslitakeppnina í Danmörku árið 2010. Hann þekkir þannig uppistöðuna í A-landsliðinu í dag en leikmennirnir í því liði leika margir hverjir með A-liðinu í dag eins og flestir vita.
Nú er A-liðið reyndar með fínan vinstri bakvörð, Ara Frey, en hann er miðjumaður að upplagi og mun nýtast landsliðinu mun betur ef hann fengi að spila þar. Þá er líka hægt að losa sig við einn veikasta hlekkinn í liðinu, Aron Einar, og færa Gylfa Þór í hans uppáhaldsstöðu, í holuna fyrir aftan framherjana, í stað þess að láta hann leika á miðjunni og vera fullmikið í varnarhlutverkinu.
Allavega vantar okkur varamann fyrir Ara Frey í vinstri bakvörðinn. Hjörtur Logi er í fínni leikæfingu til þess, spilar alla leiki með Sogndal.
![]() |
Hjörtur Logi með flestar stoðsendingar í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 21:01
Hinn íslenski Messi!
Þetta er maðurinn sem landsliðsþjálfararnir gátu ekki notað gegn Tyrkjum.
Þeir stálu frekar leikmanni frá 21 árs liðinu vegna skorts á framherjum í A-landsliðinu!
Svo skoruðu tveir aðrir íslenskir framherjar í norsku deildinni í dag og einn í þeirri sænsku!
http://www.dbtv.no/3784559313001#-_Det_er_litt_som_å_sitte_og_kommentere_Messi
![]() |
Viðar Örn með þrennu - Kominn með 24 mörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 17:24
"mjög miklar líkur" á gosi undir jökli?
Það er mjög alvarlegt þegar talsmaður almannavarnakerfisins á Íslandi er með slíkar og þvílíkar ábyrgðarlausar yfirlýsingar, enda styðst hann ekki við nein álit sérfræðinga. Þvert á móti telja sérfræðingarnir litlar líkur á slíku gos, amk í bráð, og aðeins ein af mörgum hugsanlegum sviðsmyndum sem eru reyndar síendurteknar í fjölmiðlum.
Þessi hræðsluáróður er fyrir löngu farinn að skaða ferðaþjónustuna í landinu og hafa áhrif á erlenda túrista. Skemmst er að minnast Danans Peter Schmeichels, fyrrum markvörð danska fótboltalandsliðsins, sem var hér á landi um daginn og var dauðhræddur um að verða innlyksa hér vegna yfirvofandi goss í Bárðarbungu.
Enn bólar þó ekkert á gosinu og engin merki um innstreymi kviku inn á svæðið, heldur þvert á móti. Hraunkvikan streymir án afláts í burtu frá Bárðarbungu og kemur út á besta, hugsanlegum stað, í Holuhrauni.
Af hverju eru yfirmaður Almannavarna hér á landi þá með svona yfirlýsingar??
![]() |
Hættulegasti staður á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 08:35
Skjálftum fer fækkandi
Ef rýnt er í tölum frá Veðurstofunni um fjölda skjálfta má sjá að þeim hefur farið fækkandi frá 8. september, eða nú um fjögurra daga skeið, frá mörg hundrað skjálftum niður í 20-30 skjálfta á nóttu.
Þetta kemur hins vegar ekki fram í umfjöllun fjölmiðla. Þar er látið eins og skjálftavirknin fari alls ekki minnkandi og einblínt á stóru skjálftana við Bárðarbungu til að halda áfram að gera fréttirnar af gosinu nógu spennandi fyrir fólk svo það nenni að fylgjast áfram með gosinu.
Reyndin er hins vegar sú að gosið í Holuhrauni hefur séð til þess að draga úr spennu í kvikuganginum undir jöklinum. Það hefur sem sé mjög vel undan þessa daganna, sem er auðvitað besta hugsanlega framþróun eldsumbrotanna sem hugsast getur. Hraungos eins fjarri byggð og raun ber vitni er algjör draumastaða fyrst það gýs á annað borð.
Stóru skjálftarnir við Báðarbungu staðfesta þetta og ættu því að róa menn en ekki öfugt. Kvikuhólfið undir jöklinum tæmist hægt og hægt og því sígur landið undir jöklinum sem því nemur með tilheyrandi skjálftum.
Því er um að gera fyrir fjölmiðla, stjórnvöld og sérfræðingana að njóta þessa goss og hætta að hræða fólk með harla langsóttum hræðslu- og hamfaramyndum.
![]() |
Skjálfti upp á 5,3 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 08:00
Er Obama verri en Bush?
Hinn friðelskandi friðarverðlaunahafi Nóbels, Barack Obama Bandaríkjaforseti, hefur reynst ekki minni stríðsæsingamaður en fyrirrennari hans, hinn illræmdi Bush yngri.
Drónerárásir Obama, þar sem heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út í hinni svokölluðu baráttu gegn hryjðuverkum og gegn einhverjum regnhlífasamtökum sem hafa hlotið nafnið Al-Kaida (líklega til að réttlæta drápin), eru hreinir og beinir stríðsglæpir (reyndar er ekkert stríð í gangi þannig að réttara er að kalla þetta hrein og bein morð). Síðan má nefna veru Bandaríkjahers í Írak og Afganistan til skamms tíma og áframhaldandi aðgerðir hersins gegn innfæddum andófsmönnum (sem eru kallaðir hryðjuverkamenn, Talibanar o.s.frv.) sem dæmi um sama tvískinnung hjá hinum friðelskandi Obama. Loftárásirnar á stjórnarherinn í Líbíu voru enn eitt dæmið um aggressía stefnu Bandaríkjamanna (og Vesturveldanna) gegn þeim sem þeir telja ógna hagsmunum sínum í Miðausturlöndum.
Nú síðast er hinn harði tónn í garð Rússa vegna Úkraínudeilunnar - og aukin hervæðing vegna þessa alls - dæmi um stigvaxandi hernaðarhyggju Bandaríkjamanna (og Vesturveldanna) undir dyggri forystu Obama.
Munurinn er aðeins sá að mikið andóf var gegn Bush og árásarstefnu hans á sínum tíma en lítið sem ekkert gegn Obama um þessar mundir.
Hann virðist þannig ætla að komast upp með það að skipta sér af innanríkismálum í Írak enn á ný, og njóta víðtæks stuðnings vestrænna stjórnvalda og fjölmiðla til þess, auk þess sem hinn langþráði draumur hans um að beita hervaldi til stuðnings "sínum" mönnum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi virðist loks ætla að rætast.
Aukin hervæðing í heiminum þessi misserin virðist þannig njóta stuðnings fjórða valdsins, fjölmiðlanna, nokkuð sem vekur miklar áhyggjur um að alvarleg stríðsátök muni aftur brjótast út - og breiðast út - og verða miklu víðtækari en þau voru í forsetatíð Bush yngra.
Aðhald fjölmiðla til að koma í veg fyrir aukna hernaðarhyggju, og þar með aukin útgjöld til hermála, er nefnilega mikilvægt. Ef það bregst þá er voðinn vís eins og dæmin sanna.
![]() |
Boðar loftárásir á Sýrland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2014 | 15:09
Vonandi Danir!
Tipsblaðið danska er með skoðanakönnun meðal lesenda sinna hvaða andstæðing þeir vilji helst að 21 árs liðið þeirra fái í umspilsleikjunum nú 8. og 14. október.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hafa kosið vilja fá Ísland sem mótherja eða heil 60%:
http://www.tipsbladet.dk/afstemning/hvem-skal-u21-landsholdet-helst-traekke-til-em-playoff
Eigum við ekki að vona á móti að þeim verði að ósk sinni?
![]() |
Hverjir verða andstæðingar Íslands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2014 | 06:32
Á komandi árum og áratugum?
Þetta er nokkuð skondin "hamfara"frétt. Talað um áhyggjuefni langt fram í tímann.
Eru menn að verða uppiskroppa með fréttaefni frá gosinu?
Í framhaldi af því má spyrja sig hvort búast megi við því að gönguleiðir við Jökulsárgljúfur verði lokaðar næstu áratugina og vegurinn að Dettifossi norðan frá (vestan megin við Jökulsá) verði það sömuleiðis. Mér vitanlega er ekki enn búið að aflétta banni á þessu svæði og ekki heldur í Öskju og svæðinu þar í kring norðan jökulsins.
Er þessi takmörkun á ferðafrelsi fólks búin að standa yfir síðan 19. ágúst í það minnsta - og verður varla aflétt næstu áratugina samkvæmt þessari frétt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2014 | 06:32
Á komandi árum og áratugum?
Þetta er nokkuð skondin "hamfara"frétt. Talað um áhyggjuefni langt fram í tímann!
Eru menn nokkuð að verða uppiskroppa með fréttaefni frá gosinu?
Í framhaldi af því má spyrja sig hvort búast megi við því að gönguleiðir við Jökulsárgljúfur verði lokaðar næstu áratugina og vegurinn að Dettifossi norðan frá (vestan megin við Jökulsá) verði það sömuleiðis. Mér vitanlega er ekki enn búið að aflétta banni á þessu svæði og ekki heldur í Öskju og svæðinu þar í kring norðan jökulsins.
Er þessi takmörkun á ferðafrelsi fólks búin að standa yfir síðan 19. ágúst í það minnsta - og verður varla aflétt næstu áratugina samkvæmt þessari frétt.
![]() |
Öskjusig verulegt áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2014 | 21:04
Birkir frábær í fyrri hálfleik?
Þrátt fyrir slakt val á byrjunarliðinu þá vann Ísland 3-0, enda Tyrkirnir arfaslakir.
Jón Daði átti reyndar ágætis leik og gerði fyrsta markið.
Eftir að Birkir Bjarnason var tekinn útaf í seinni hálfleik og Rúrik kom inná í staðinn fóru hlutirnir hins vegar að gerast.
Tvö og þrjú núll á innan við tveimur mínútum!
Við þriðja markið sýndi Ari Skúla sendingarsnilld sína.
Það eina sem skyggir á þennan sigur var spjaldið sem Gylfi fékk fyrir kjaftbrúk. Var ekki Raggi Sig. búinn að vara menn við svona vitleysu?
Annað reyndar sem einnig gerir þennan stóra sigur dálítið beiskan er montið og yfirlýsingagleðin sem mun hrjá íþróttafrétta- og blaðamenn, og fótbolta"sérfræðingana", næstu dagana og vikurnar.
Allt tal um að halda sér á jörðinni og vera ekki að panta strax farmiðann til Frakklands í úrslitakeppnina 2016 mun hverfa í upphrópunum og ýktum lýsingarorðum (svo sem "frábær" og "frábært" sem hljómaði oftar í lýsingunni í kvöld en ég hafði tölu á)!
![]() |
Glæsilegur sigur á Tyrkjum í fyrsta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar