Maður fyrir landsliðið?

Hjörtur Logi spilar reyndar ekki sem vinstri bakvörður með liði sínu þessa stundina heldur á miðjunni vinstra megin.

Hann er þó vinstri bakvörður að upplagi og lék í þeirri stöðu með 21 árs landsliðinu sem komst í úrslitakeppnina í Danmörku árið 2010. Hann þekkir þannig uppistöðuna í A-landsliðinu í dag en leikmennirnir í því liði leika margir hverjir með A-liðinu í dag eins og flestir vita.

Nú er A-liðið reyndar með fínan vinstri bakvörð, Ara Frey, en hann er miðjumaður að upplagi og mun nýtast landsliðinu mun betur ef hann fengi að spila þar. Þá er líka hægt að losa sig við einn veikasta hlekkinn í liðinu, Aron Einar, og færa Gylfa Þór í hans uppáhaldsstöðu, í holuna fyrir aftan framherjana, í stað þess að láta hann leika á miðjunni og vera fullmikið í varnarhlutverkinu.

Allavega vantar okkur varamann fyrir Ara Frey í vinstri bakvörðinn. Hjörtur Logi er í fínni leikæfingu til þess, spilar alla leiki með Sogndal. 


mbl.is Hjörtur Logi með flestar stoðsendingar í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 455612

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband