9.9.2014 | 17:55
Nokkuð sem mátti eiga von á!
Já, þeir eru ekki mikið fyrir breytingarnar blessaðir landsliðsþjálfararnir.
Kári Árnason í miðverðinum en ekki Sölvi Geir - og Birkir Bjarna sem hægri kantur en ekki Rúrik Gíslason!
Eins og kunnugt er leikur Kári í B-deildinni ensku sem þannig er talin sterkari en rússneska úrvalsdeildinni þar sem Sölvi spilar (eða hvað?). [Eitthvað til í því sem Ragnar sagði um þjálfarasleikjuna Kára???]
Þá er ítalska 2. deildin líklega talin sterkari (þar sem Birkir spilar (eða spilar ekki því engar fréttir er af því hvort hann komist í lið Pescara)) en sú danska (þar sem Rúrik spilar reglulega þó svo að hann hafi verið frá um stund vegna meiðsla) og það þó að Rúrik hafi mikla reynslu af að spila í meistaradeildinni með FCK, en Birkir enga.
Einnig hefðu nú ýmsir viljað sjá langmarkahæsta leikmann norsku úrvalsdeildarinnar, Viðar Örn, sem senter en ekki Jón Daða sem er inn og út úr liði Vikings í sömu deild (og skorar ekki mikið þar).
Og eins og ég hef oft sagt áður. Þetta eru miklir snillingar, landsliðsþjálfararnir okkar.
![]() |
Lið Íslands klárt - Jón Daði byrjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2014 | 10:42
Vopnar NATÓ stjórnarherinn í Úkraínu?
Eing og kunnugt er sakar Nató og vestrænir fjölmiðlar Rússa um íhlutun í borgarastyrjöldinni í Úkraínu með því að útvega uppreisnarmönnum vopn - og meira segja um hernaðaríhlutun og innrás í landið.
Því var það nokkuð óþægilegt fyrir NATÓ þegar helsti ráðgjafi forseta Úkraínu upplýsir um að fimm NATÓ-ríki sjái stjórnarhernum fyrir vopnum, þar á meðal Bandaríkin og Noregur. Einnig eiga þau að hafa sent "hernaðarráðgjafa" til landsins, sem þýðir einfaldlega á mannamáli hermenn og þar með hernaðaríhlutun.
NATÓ-ríkin hafa þess vegna neitað þessu alfarið, enda væru þau þar með sek um hið sama og Rússar.
http://www.dn.se/nyheter/varlden/ukraina-natolander-ska-ge-militart-stod/
Merkilegt nokk heyrist ekkert af þessu í íslenskum fjölmiðlum, sem hafa margir hverjir gengið ansi langt í yfirlýsingum sínum um íhlutun Rússa í málefni Úkraínu og talað um innrás þeirra í landið. Þar gengur sá miðill fremstur í flokki sem samkvæmt hlutverki sínu ætti að sýna mesta hlutleysið, þ.e. RÚV.
Verst er áróðurinn gegn Rússum í hádegisfréttum þar sem Broddi Broddason og Þorvaldur Friðriksson láta verst. Þessi tónn hefur þó heyrst þó víðar svo sem í Kastljósinu þegar tekið var viðtal við fréttaritara útvarpsins sem þá var staddur í Austur-Úkraínu (já, þessi sem hlakkaði sem mest yfir morðinu á Gaddafi). Þar talaði Sigmar Guðmundsson fullum fetum um innrás Rússa og á meðan var sýnt myndskeið sem merkt var Svoboda.com.
Þetta myndband var nokkuð óheppilegt fyrir ríkisfjölmiðilinn sem mér skilst að berjist gegn hvers kyns fasisma - og flytji því fréttir gegn slíku hvenær sem ástæða þykir til - en eins og kunnugt er þá eru Svoboda fasístísk samtök í Vestur-Úkraínu, sem vilja m.a. að gyðingar gangi með merki um hálsinn sem segi til um kynþátt þeirra, og hafa iðulega lýst yfir hrifningu sinni á Hitler og þýsku nasistunum.
Já, þetta er það sem RÚV kallar að berjast gegn fasisma.
![]() |
Banna hugsanlega flug yfir Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2014 | 07:21
En hvað með hugsanlegt gos í Bárðarbungu?
Magnúsi Tuma hefur verið nokkuð tvísaga undanfarið. Fyrst sagði hann að meðan á landsig væri í Bárðarbungu þá væri lítil hætta á gosi þar.
Svo virðist hann hafa skipt um skoðun, í gær, - vegna þrýstings æsifréttamennskunnar? - og fór að tala um að enn væri hætta á gosi í bungunni (þrátt fyrir að sigið sýni að kvikan sé að leita frá henni en ekki til hennar). Sama sagði Haraldur Sigurðsson í gær.
Nú hins vegar segir Magnús Tumi að sigið í Bárðarbungu sýni að gosið í Holuhrauni muni halda áfram um sinn (þ.e. að kvikan muni halda áfram að leita þangað og þá væntanlega ekki inn í bunguna).
Það er sérkennilegt í meira lagi að eldgosafræðingarnir tali þannig þvert á mannlega skynsemi. Það leiðir hugann að því hvort Almannavarnir og fjölmiðlar séu með óeðlilega mikinn þrýsting á sérfræðingana um að gera mun meira úr hættunni en ástæða er til?
![]() |
Fjöllin hverfa í móðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 21:18
Öxnadalur í Eyjafjarðarsveit?
Öxnadalurinn er nú ekki í Eyjafjarðarsveit heldur í Hörgárbyggð (ef ég man rétt nafnið á sveitarfélaginu)!
Annars er einnig til Þverá í Eyjafjarðarsveit, samanber Munkaþverá, ef átt er við hana.
![]() |
Kálfur í fjárrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 10:53
Aukin íhlutun í stríðið í Írak
Bandaríkjamenn gera það ekki endasleppt í afskiptum sínum af innanríkisófriðinum í Írak - sem þeir byrjuðu sjálfir með kolólöglegri innrás í landið.
Nú eru afskipti þeirra komin á nýtt stig. Áður hafa þeir látið sér nægja að gera loftárásir á IS í Norður-Írak, þ.e. í byggðum Kúrda, en nú beinast árásirnar að IS í vesturhluta Íraks.
Og enn notar Kaninn hugtakið hryðjuverkamenn yfir þá sem þeir ráðast á en eins og kunnugt er þá studdu Bandaríkjamenn þessa sömu aðila meðan þeir voru til friðs (að vestrænum skilningi) og gerðu aðeins árásir á stjórnarhermenn í Sýrlandi. Þá voru þeir kallaðir uppreisnarmenn.
IS-menn í Írak eru auðvitað miklu meira en öfgasinnaðir hryðjuverkamenn. Meðal þeirra eru mikill fjöldi sunníta sem hafa verið ofsóttir af leppstjórninni í Bagdad eða allt síðan Vesturveldin komu þeim til valda eftir innrásina í landið.
Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa unnið áróðsstríðið hér á Vesturlöndum, t.d. með því að notfæra sér fréttir af afhöfðuð tveggja Kana. IS-menn virðast þannig vera réttdræpir í augum vesturlandabúa rétt eins og liðsmenn hinna svokölluðu Al-Kaida samtaka hafa verið hingað til.
Þá er það ekki afhöfðun sem notuð er til að drepa hina "öfgafullu"heldur loftárásir, oft með drónum þar sem heilu fjölskyldurnar eru drepnar, konur, börn og gamalmenni, til þess eins að ná einhverjum sem Bandaríkjamenn kalla hryðjuverkamenn og íslamista - en eru yfirleitt einungis andófsmenn gegn spilltum ríkisstjórnum þeirra landa sem vestræn stjóirnvöld styðja.
Já, vestræna pressan spilar með og bregst þannig algjörlega því hlutverki sínu að veita stjórnvöldum aðhald og gagnrýna valdníðslu þeirra í hvaða formi sem hún birtist.
Og það merkilega er að vinstri menn, sem yfirleitt hafa verið í fararbroddi í andófinu svo sem gegn innrásinni í Írak á sínum tíma, spila einnig með. Kratarnir virðast t.d. vera ekki síður herskáir en hægri menn, eins og sjá má af afstöðu dönsku jafnaðarmannastjórnarinnar - og sænska jafnaðarmannaflokksins sem í aðdraganda þingkosninganna þar vill auka útgjöld til hermála.
Þá heyrist ekki múkk frá þeim sem eru lengra til vinstri, svo sem Vg hér á landi. Kannski ekkert skrítið því flokkurinn studdi árásirnar á Libýu á sínum tíma - árásir sem hafa leitt til borgarastyrjaldar í landinu og stóraukinna ítaka herskárra íslamista.
Hinn vestræni heimur eykur nú stórum útgjöld sín til hermála án þess að nokkrar gagnrýnisraddir heyrast. Hræsnin og lygarnar virðast hafa heltekið allan hinn "frjálsa" heim.
![]() |
Árásir við stíflu í Haditha |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2014 | 09:48
Fær Birkir að spila eitthvað meira núna?
Ekki heyrist mikið frá Birki Bjarnasyni eftir að hann var seldur til B-deildarliðs Pescara.
Reyndar er deildin varla byrjuð ennþá svo ljóst er að Birkir hefur aðeins spilað tvo til þrjá deildarleiki allt þetta ár.
Þrátt fyrir þennan litla leiktíma hefur Birkir leikið alla leiki með íslenska landsliðinu og nær allan tímann í þessum leikjum.
Þá kom lítill spilatími ekki að sök, þó svo að hann kom mjög vel fram í leik Birkis sem var vægast sagt lélegur í þessum leikjum.
Af hverju þá þessi látalæti nú? Birkir fær alltaf að byrja inná, alveg óháð því hvort hann sé í engri leikæfingu eða ekki.
![]() |
Núna eru nánast allir að spila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2014 | 08:39
Ekkert hamfarahlaup!
Já, þá höfum við loksins séð það svart á hvítu, frá fremsta eldgosafræðingi okkar. Þó svo að gossprungan færist undir Dyngjujökul og færi að kjósa þar, þá yrði ekkert hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum.
Þetta hefur í raun verið ljóst í töluverðan tíma eða allt frá því fór að gjósa í Holuhrauni. Jökullinn er svo þunnur þar sem hætta hefur verið á að byrjaði að gjósa, eða um 100 metra þykkur, að lítil bráðnum yrði og því lítið flóð.
Samt er enn bannað að fara niður að Dettifoss vestanmegin og aðeins hluti af veginum þangað hefur verið opnaður.
Er ekki að verða tími til kominn að hætta þessari vitleysu?
![]() |
Gæti náð undir jökul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2014 | 21:22
21 árs liðið þurfti að lúffa (að venju)!
Ekki er landsliðshópur A-landsliðsins burðugur þessa dagana. Svo lélegur er hann að liðið þarf að fá einn besta mann 21 árs liðsins til liðs við sig, þrátt fyrir að yngra landsliðið sé á sama tíma að leika einn mikilvægasta leik sinn lengi.
Stjórnunin á A-liðinu er að lenda út í algjöra vitleysu, fyrst og fremst vegna liðsvalsins. Búið er að ganga framhjá eldri og reyndari leikmönnum svo lengi að ekki virðist koma til greina að nota þá, jafnvel ekki einu sinni þegar lykilmenn landsliðsins eru meiddir eins og nú er.
Í staðinn er leitað í hóp sífellt yngri leikmanna til að fylla í skörðin.
Hugmyndaleysi landsliðsþjálfarana verður æ meira áberandi. Í undankeppni HM voru við mjög heppnir með riðil, en nú er reyndin önnur og hætt við að árangurinn verður eftir því.
Ánægðan með landsliðsþjálfara á að sama skapi eftir að dvína hratt eftir því sem líður á þessa nýja keppni.
![]() |
Sigurður Egill í U21 árs liðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 18:49
Verður þá ekki að loka hringveginum?
Miðað við fyrri viðbrögð Almannavarna þá hlýtur að koma sterklega til greina að banna umferð um hringveginn, þ.e. yfir brúna yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum.
Nú er meira en hálfur mánuður síðan ferðamönnum hefur verið bannað að fara niður að Dettifossi og ekkert bendir til þess að það bann verði afnumið á næstunni - þrátt fyrir að mjög litlar líkur séu á gosi undir jökli og fari sífellt minnkandi.
Já, það er gaman að hafa völd og því sjálfsagt að nota þau!
![]() |
Hraunið nálgast Jökulsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 11:03
Ágreiningur framundan milli þjálfaranna?
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar - og Mogginn líklega fyrstur með þessa frétt.
Nú eru tveir leikmenn 21. árs liðsins einnig valdir í A-landsliðið, þeir Hörður B. Magnússon og Jón Daði Böðvarsson. Þar sem frekar ólíklegt sé að þeir skipti sköpum fyrir A-liðið þá má ætla að eðlilegt sé að 21. árs liðið fái að njóta þeirra í hinum mikilvæga leik gegn Frökkum.
Hins vegar ber að geta þess að fullorðinsliðið hefur forgang og því spurning hvort þjálfarar þess krefjist að þeir verði í liðinu. Það hefur jú gerst áður til þess eins að láta þá menn sitja á bekknum.
Mér finnst það hins vegar undarlegt því nóg er af mönnum til að leysa þessa af, en ekki í 21. árs liðinu.
Af hverju er t.d. Kristinn Steindórsson ekki valinn í landsliðshópinn en hann hefur staðið sig frábærlega með Halmstad í sumar?
Þá er gamla brýnið Hjálmar Jónsson að leika reglulega með Gautaborg og ætti að geta verið varamaður í vinstri bakvörðinn. Einnig Hjörtur Logi sem er fastamaður með Sogndal í norsku úrvalsdeildinni.
![]() |
Þurfa líklega stig í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar