Er þetta ekki eitthvað málum blandið?

Mér skilst að það séu fyrst og fremst kristnir vígamenn sem séu að drepa múslímska borgara í þessu landi en ekki öfugt.

Vera Frakka í þessum mið-Afríkulöndum hlýtur að kalla á gagnrýnar spurningar.

Aðkoma þeirra að fjöldamorðunum í Rúanda hefur lengi verið til umræðu og merkilegt að Frakkar (og Belgar) hafi ekki verið kærðir fyrir það í Alþjóðastríðsglæpastólnum í Haag.

Frakkar eru reyndar að verða mestu skrímslin í alþjóðapólitíkinni í dag. Afskipti þeirra af átökum í Afríku og Austurlöndum nær eru farin að minna á starfsemi útlendingaherdeildar þeirra á 7. og 8. áratugnum.

Og það virðist vera sama hvort vinstri eða hægri stjórn sé í landinu. Sami viðbjóðurinn í gangi hjá þeim báðum.

Þess vegna er þessi frétt um saklaust 26 ára fórnarlamb meira en lítið trúverðug.


mbl.is Kafaði ofan í myrk skúmaskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"KR svindlar"!

Í gamla daga, þegar sölustrákarnir gengu um stúkuna á Laugardalsvellinum og hrópuðu: "Sælgæti, sígarettur og vindlar", bættu andstæðingar KR við, þegar Vesturbæjarliðið var að spila: "KR svindlar".

Það hefur nefnilega lengi loðað við KR að vera óíþróttamannslegt félag. Og það löngu fyrir daga Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara liðsins. Einn af "lærisveinum" hans, Rúnar Kristinsson, var lengi þekktur fyrir leikaraskap á vellinum og nú heldur hann uppteknum hætti sem þjálfari, reynir á óheiðarlegan hátt að hafa áhrif á dómarana.

Við munum eiga von af meira af slíku af hálfu KR-inga á næstunni, sérstaklega ef illa gengur, mótmæla dómum og kvarta undan dómurunum rétt eins og reyndin var í leiknum gegn FH.

Gary Martin virðist passa ágætlega í þennan hóp, miðað við lýsingu Doumbia á hegðun hans í leiknum - og miðið við sögurnar af honum á meðan á dvölinni upp á Skaga stóð.

Hugtakið "Fair play" virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá KR-ingum, hvorki fyrr né nú.


mbl.is „Býr virkilega einhver hérna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg blaðamennska

Þetta er einfaldlega röng frétt og fullyrðingin í yfirskriftinni hrein fréttafölsun.

Ungverski ráðherran heldur því fram að með því að styrkja ein samtök í landinu séu Norðmenn þar með að styrkja flokk græningja vegna tengsla þeirra við samtökin. 

Í frétt Aftenposten kemur skýrt fram að þetta er rangt. Það eru engin tengsl á milli samtakanna og græningjaflokksins. Þær upplýsingar koma frá ráðherra í ríkisstjórn hægri manna í Noregi svo varla er hægt að segja að þar sé um hlutdrægni að ræða.

Ungverski ráðherrann tilheyrir hins vegar flokki sem er við stjórn í landinu og er þekktur fyrir rasisma og annan viðbjóð.

Mogginn ætti  að hugsa sig tvisvar um áður en hann fer að flytja okkur Íslendingum slíkan boðskap.

Hér er frétt Aftenposten sem reyndar er með sömu fullyrðinguna í fyrirsögn, en sjálf umfjöllunin er miklu vandaðri: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/--Norges-regjering-sponser-ungarske-De-Gronne-7556541.html#.U3CZ1YF_tGQ


mbl.is Norðmenn styrkja ungverska græningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með jarðskjálftana hér í Reykjavík?

Það má varla skjálfa jörð af náttúrunnar völdum án þess að það komi í fjölmiðla en ekkert er sagt frá þeim jarðskjálftum af mannavöldum sem plaga okkur Reykvíkinga þessi misserin. 

Samt eru þeir síðarnefndu eflaust ekkert smáræði, varla undir 3 á Richter. Nú síðast er á mínu svæði verið að sprengja við Háteigsveg og finnast skjálftarnir og höggin af þeim alla leið upp á Skólavöruholt. Ekki býð ég í þá sem búa nærri sprengisvæðinu svo sem í Holtunum og þar í kring.

Um þetta má þó ekki tala, né að kvarta. Þá er maður á móti framförum, já eða jafnvel nýjasta slagorðinu: þéttingu byggðar.

Lýðræðið er nefnilega harla léttvægt, ekki síst íbúalýðræðið, þegar verktakarnir eru annars vegar. Það virðist vera alveg sama hvaða flokkar eru við stjórn, íbúalýðræðissinnaðir í orði eða ekki, hagsmunir verktakanna eru alltaf látnir hafa forgang á kostnað íbúanna í kring.


mbl.is Rólegt á skjálftavaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólík viðbrögð fjölmiðla

Fréttaflutningurinn af átökunum í Úkraínu er með eindæmum hlutdrægur.

Þegar skotbardaginn í Kænugarði átti sér stað, sem var undanfari valdaránsins í landinu, þá var stjórnarherinn ásakaður fyrir morð á friðsömum borgurum.

Nú þegar sami stjórnarher, og nýnasistar í skjóli þeirra, beinir byssum sínum að "aðskilnaðarsinnum" þá er allt annar tónn í fjölmiðlum. Talað er um skotbardaga o.s.frv.

Þá er ótrúlega lítið fjallað um það þegar nýnasistar kveiktu í verkalýðsbyggingunni í Odessa og myrtu þannig 42 manns, sem í fjölmiðlum eru kallaðir aðskilnaðarsinnar (og þá líklega allt í lagi að drepa þá?).

Reyndar er verið að fela það hverjir voru drepnir - og hverjir séu morðingjarnir.

Og allt þetta styðja Vesturlönd, með friðarverðlaunahafann Obama í broddi fylkingar, og halda áfram að tala um aukna refsiaðgerðir gegn Rússum!

Ætli fleirum en mér sé ekki löngu orðið flökurt af hræsninni?

Það sem verra er þó hernaðar- og árásartónninn í vestrænum stjórnvöldum. Það er eins og þeir óski einskis annars en stríð við Rússa. 
Enda er svo langt frá síðasta stríði (Líbíu sem var reyndar ekki neitt neitt og svo Írak áður). Hernaðarmaskínan verður nefnilega að fá sitt enda hefur aldrei verið framleitt eins mikið af vopnum og á síðasta ári.


mbl.is 50 fallið á tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin viðbrögð frá Vesturlöndum!

Það eru merkilegar fréttir sem við heyrum frá Egyptalandi. Verið er að dæma til dauða óvopnaða mótmælendur, sem leyfðu sér að mótmæla valdaráni hersins í Egyptalandi og steypa þannig lýðræðiskjörinni stjórn landsins.

Miðað við viðbrögð Bandaríkjamanna og ESB við meintum "afskiptum" Rússa af átökunum í Úkraínu, og sífellt harðari refsiaðgerðum gagnvart þeim, þá hefði maður mátt búast við hörðum viðbrögðum vestrænna stjórnvalda við þessari aðför egypsku herstjórnarinnar að lýðræðinu og að rétti fólks til að mótmæla.

En ónei. Það heyrist ekki múkk frá hinni sjálfskipuðu siðferðislögreglu heimsins og sýnir að ást þeirra á lýðræði og mannréttindum eru orðin tóm.

Það eina sem stýrir gjörðum þeirra er að viðhalda og auka áhrif sín sem víðast í heiminum. Fyrst herforingastjórnin í Egyptaland er vinveitt Vesturlöndum þá fær hún að drepa þegna sína óátalið. Hagsmunum Vesturlanda stendur engin hætta af slíkum smámunum.


mbl.is 683 dæmdir til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"kjarabaráttu"?

Þessi Ingólfur virðist ekki stíga í vitið, eða vera svona óforskammaður.

Það liggja 13 "burðardýr" í valnum, þrælar vestrænna ævintýramanna sem nota þá til að bera byrðar þeirra og láta þá fara á undan um lífshættulega stigu til að ryðja þeim sjálfum braut.

Sherparnir taka á sig alla áhættuna svo að hinir vestrænu, sjálfumglöðu ævintýramenn geta komið heim og montað sig af "afrekum" sínum. Svo er bara talað um kjarabaráttu þessa fólks!

Íslendingunum hefði verið nær að taka strax af skarið og ákveða, í ljósi þessara hörmulegu atburða, að hætta þegar við öll áform um Everest-för og lýsa yfir andstyggð sinni á þessum ævintýratúrisma.

Svo væri auðvitað fróðlegt að heyra hvað svona för kostar - og hverjir kosti ferð þeirra tvímenninganna. Vilborg hefur verið mjög dugleg að sýna útbúnað sinn í viðtölum í fjölmiðlum, skómerki, fatamerki og fleira. Það hafa varla áður sést eins grófar óbeinar auglýsingar í ríkisfjölmiðlunum eins og í þessum viðtölum.

Er ekki komið nóg af þessari auglýsinga- og ævintýramennsku sem er í raun ekkert annað en siðleysi og sem sýnir fyrst og fremst virðingarleysi gagnvart þegnum þriðja heimsins? 


mbl.is Fara ekki fleiri ferðir á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegur páskaboðskapur

Já, þetta er fallegur páskaboðskapur frá kristnustu og ríkustu þjóð í heimi til einnar þeirra allra fátækustu.

Og "afsökunin" er jafnan sú að hér sé um að ræða Al-Kaidamenn sem að mati USA eru réttdræpir hvar sem er (þó svo að Bandaríkin styðji sömu öfl í Libýu og í Sýrlandi).

Mannréttindasamtök hafa þó bent á að stór hluti þeirra sem falla í slíkum árásum séu konur og börn.

Auk þess er ástandið í Jemen þannig að mjög hæpið er að tala um Al-Kaidamenn. Þar ríkir í raun stríð milli ættbálka og landshluta sem eru yfirleitt óháðir Al-Kaida en svo óheppnir að vera að berjast gegn sömu spilltu stjórnvöldum og þeir.

Og þar sem Bandaríkjamenn styðja þessi (spilltu) stjórnvöld, rétt eins og alls staðar sem slík spillt stjórnvöld eru til staðar og eru tilbúnin að leyfa USA að valsa um landið þeirra, þá drepa þeir alla stjórnarandstæðingana fyrir þá og bera því við að þarna sé um að ræða Al-Kaida fólk.

Og það merkilega við þetta allt saman er að Bandaríkjaforseti, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ber persónulega ábyrgð á þessum árásum. 

Spurning hvort ekki sé tími til að kæra hann fyrir stríðsglæpi (æ, hvernig læt ég. "Sigurvegarinn" er aldrie kærður fyrir slík því hann ræður yfir dómstólnum)?


Fallegur páskaboðskapur þetta

Já, þetta er fallegur páskaboðskapur frá kristnustu og ríkustu þjóð í heimi til einnar þeirra allra fátækustu.

Og "afsökunin" er jafnan sú að hér sé um að ræða Al-Kaidamenn sem að mati USA er réttdræpir hvar sem er (þó svo að Bandaríkin styðji sömu öfl í Libýu og í Sýrlandi).

Mannréttindasamtök hafa þó bent á að stór hluti þeirra sem falla í slíkum árásum séu konur og börn.

Auk þess er ástandið í Jemen þannig að mjög hæpið er að tala um Al-Kaidamenn. Þar ríkir í raun stríð milli ættbálka og landshluta sem eru yfirleitt óháðir Al-Kaida en svo óheppnir að vera að berjast gegn sömu spilltu stjórnvöldum og þeir.

Og þar sem Bandaríkjamenn styðja þessi (spilltu) stjórnvöld, rétt eins og alls staðar sem slík spillt stjórnvöld eru til staðar og eru tilbúnin að leyfa USA að valsa um landið þeirra, þá drepa þeir alla stjórnarandstæðinga fyrir þá og bera því við að þarna sé um að ræða Al-Kaida fólk.

Og það merkilega við þetta allt saman er að Bandaríkjaforseti, handhafi friðarverðlauna Nóbels, ber persónulega ábyrgð á þessum árásum. 

Spurning hvort ekki sé tími til að kæra hann fyrir stríðsglæpi (æ, hvernig læt ég. "Sigurvegarinn" er aldrie kærður fyrir slík því hann ræður yfir dómstólnum)?


mbl.is Þrjátíu létust í árás í Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ráðuneytið"?

Þetta er svona dæmigerð pró-úkraínsk/vestræn frétt frá Mogganum, og kannski einnig pró-ný-nasísk?

Það kemur fram í öllum fréttamiðlum að það voru nýnasistar sem gerðu þessa árás og þarf ekkert að vera að vitna í rússneskt ráðuneyti í því sambandi. 

Það er greinilegt upplausnarásand í landinu, rétt eins og í öllum þeim löndum þar sem vestræn ríki hafa verið með afskipti undanfarin ár.

Það er sama hvað ESB-sinnar segja, upplausnarástandið í Úkraínu hófst með því að ESB fór að lofa landinu efnahagsaðstoð fyrir að fá að komast inn í landið með fjárfestingr sínar og fá þar með ítök í landinu.

Þetta er auðvitað aæmigert fyrir afskipti Vesturlanda af innanríkismálum annarra landa. Alls staðar þar sem þeir hafa sett klærnar ríkir algjört stjórnleysi og morðalda: Afganistan, Írak, Líbýa, Sýrland, Sómalía, Suður-Súdan.

Og svo er alltaf látið eins og Vesturlönd sé góði kallinn en fórnarlömbin hinn vondi (þegar hlutunum er öfugt varið)!


mbl.is Fjórir féllu í skotbardaga í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband