Engin viðbrögð frá Vesturlöndum!

Það eru merkilegar fréttir sem við heyrum frá Egyptalandi. Verið er að dæma til dauða óvopnaða mótmælendur, sem leyfðu sér að mótmæla valdaráni hersins í Egyptalandi og steypa þannig lýðræðiskjörinni stjórn landsins.

Miðað við viðbrögð Bandaríkjamanna og ESB við meintum "afskiptum" Rússa af átökunum í Úkraínu, og sífellt harðari refsiaðgerðum gagnvart þeim, þá hefði maður mátt búast við hörðum viðbrögðum vestrænna stjórnvalda við þessari aðför egypsku herstjórnarinnar að lýðræðinu og að rétti fólks til að mótmæla.

En ónei. Það heyrist ekki múkk frá hinni sjálfskipuðu siðferðislögreglu heimsins og sýnir að ást þeirra á lýðræði og mannréttindum eru orðin tóm.

Það eina sem stýrir gjörðum þeirra er að viðhalda og auka áhrif sín sem víðast í heiminum. Fyrst herforingastjórnin í Egyptaland er vinveitt Vesturlöndum þá fær hún að drepa þegna sína óátalið. Hagsmunum Vesturlanda stendur engin hætta af slíkum smámunum.


mbl.is 683 dæmdir til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband