Jón Böðvars enn á bekknum!

Það gildir ekki það sama hjá íslenska landsliðinu og hjá félagsliðinu. Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn gegn Svíum ytra nú fyrir rúmri viku en með félagsliðinu í leiknum í dag byrjaði hann á bekknum og lék aðeins seinni hálfleikinn.

Þetta hefur reyndar verið örlög hans á síðustu leiktíð en hann var þá sjaldan í byrjunarliðinu hjá Viking.

Nú gæti orðið breyting á ef marka má viðtal við hann í Stafangursblaðinu aftenbladet.no. Þar kemur fram að hann hafi verið að vinna með hugarfarið undanfarið - og hætta að reyna of mikið inn á vellinu heldur hafa gaman af boltanum ...

Þetta virðist vera að takast. A.m.k. fær hann hrós í blaðinu og frá sænska þjálfaranum hjá Viking - og vonandi fleiri mínútur inni á vellinum á komandi leiktíð:

http://www.aftenbladet.no/100Sport/fotball/eliteserien/Psykolog-hjelp-skal-lofte-Bdvarsson-415126_1.snd#.UugZjtLFJkg

 


mbl.is Fjórir Íslendingar í byrjunarliði Viking í S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni!

Já, það er óhætt að segja að Íslendingar hafi verið heppnir með andstæðinginn og að miklar líkur sé á því að handboltalandsliðið komist á HM á næsta ári.

Það voru ekki allir svona heppnir. Þarna verður stórleikur á milli Pólverja og Þjóðverja og gæti svo farið að Þjóðverjarnir sitji heima á öðru stórmótinu í röð (já eða Pólverjar sem urðu í 6. sæti á EM).

Annar stórleikur er á milli Ungverja og Slóvena og getur þá það sama skeð, að Slóvenar sitji aftur heima.

Síðan eru það þrjú lið, sem komumst í úrslitakeppnina á EM, sem komast alveg örugglega ekki til Katar.

Það eru Serbar eða Tékkar,  Austurríki eða Noregur - og Svartfjallaland eða Hvíta-Rússland.

Svíar, Makedónía og Rússar ættu hins vegar að komast örugglega áfram.

---------- 

Annars er furðulegt að RÚV skuli ekki sýna leikinn um bronsið milli Spánverja og Króata núna kl. 14. Í staðinn eru þeir með stanslausar endursýningar á aðalrásinni og Reykjavíkurleikana á íþróttarásinni.

Þetta er auðvitað fáránlegt, enda hafa þeir eflaust keypt sýningarréttinn svo það kostar RÚV ekkert að sýna leikinn.

Ónei, í staðinn er verið að sýna Helga syngja Hauk í þriðja sinn og annað eftir því! 


mbl.is Ísland mætir Bosníu í umspili fyrir HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupverði "stillt í hóf"!

"Kaupverð og kjör eru trúnaðarmál á milli kaupanda og seljanda. Það liggur hins vegar fyrir að verði eignanna er stillt í hóf...“ segir forstjóri Síldarvinnslunnar.

Eitt sinn var ég eitthvað að athuga dæmi um það þegar íslenskir athafnamenn fengu ríkiseignir á silfurfati.

Rakst ég þá á grein eftir Pál Pétursson, fyrrum ráðherra fyrir Framsókn, þar sem hann lýsti því hvernig nefndur Róbert Guðfinnsson fékk útgerð Ríkisins, Þormóð Ramma, á 900.000 kr. Átti hann Ólafi Ragnari Grímssyni það að þakka en hann var þá fjármálaráðherra. 

Það var upphaf ríkidæmis Róberts en hann seldi útgerðina (og aðra í Ólafsfirði) á "réttum" tíma og hélt á vit ævintýranna í Mexíkó (og Chile að mér skilst). Þar fór hann tvisvar á hausinn að mig minnir en kom samt hingað upp með fúlgur fjár og hefur fjárfest mikið á Siglufirði.

Týndi sonurinn kominn heim og vill bæta fyrir að hafa farið á sinni tíð burt með allt verðmæti af staðnum.

Vonandi er iðrunin einlæg og þessi "stillt í hóf"-kaup ekki enn ein gjöfin sem á eftir að koma bæjarfélaginu um koll.


mbl.is Selja eignir sínar á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"alls staðar"?

Mig minnir nú að Aron hafi verið rekinn eftir mjög stutt stopp sem þjálfari í Þýskalandi. Einnig hætti hann hjá Skjern í Danmörku eftir frekar misheppnaðan þjálfaraferil, ef mig misminnir ekki. Svo gekk nú ekki alveg þrautalaust með Haukum síðast.

Annars má Aron eiga það að hann er einstakt ljúfmenni og kemur fram við leikmennina af virðingu (og jafnvel föðurlegri umhyggju). Það er jákvæður munur frá stjórnunarstíl Guðmundar Guðmundssonar.

Aron á bara svo margt eftir að laga í skipulagningu á liðinu, sérstaklega skiptingum milli sóknar og varnar. Ef það tekst ekki þá erum við bara miðlungslið í boltanum.

Við megum þakka áhorfendum góðan árangur í þessu móti, þ.e. að leikið var í Danmörku þar sem fjöldi Íslendinga býr - og stutt að fara. Og dómurunum sem alltaf hættir til að vera "heimadómarar".

Hætt er við að verr gengur ef leikið er annars staðar, fjarri heimaslóðum, rétt eins og raunin var á HM í Serbíu.

Á morgun verður svo dregið í riðla fyrir HM. Þar bíða lið eins og Þýskaland. Ef við lendum á þeim getum við gleymt öllum HM-draumum, ef liðið bætir sig ekki til muna. Það sýndi síðasti leikur okkar gegn b-liði þeirra.


mbl.is Ber mikið lof á Aron Kristjánsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

Mjög hlutdrægir dómarar (enda skrítið að setja nágranna Dana til að dæma þennan leik).

Ég hafði ekki tölu yfir brottvísanir Króata (tíu?) á móti tveimur hjá Dönum. Þá var ekkert samræmi í dómunum. Króötum hent útaf fyrir smá snertingar en Danir hengu inná þrátt fyrir ítrekaðar hrindingar og peysutog. 

Svo var auðvitað Daninn Anders Eggert alveg sér á parti í þessum leik. Alltaf lentur þegar hann skoraði úr vinstra horninu en alltaf dæmt mark!!! 

Meira að segja hinn hlutdrægi Einar Örn sá þetta með Eggert og viðurkenndi, þó svo hann gæti auðvitað ekki viðurkennt að Danir hafi unnið leikinn með hjálp dómaranna.

Þetta var reyndar ekki eini dómaraskandallinn á mótinu. Nær allir leikirnir hafa einkennst af því að dómararnir dæmdu "sterkari" þjóðunum í hag. Meira að segja Íslendingar nutu þessa nema auðvitað gegn Spánverjum og Dönum.

Þetta setur handboltann mjög niður því íþróttin er mjög viðkvæm fyrir svona löguðu. Í varla nokkurri annarri boltaíþrótt ráða dómarar meira um úrslitin.


mbl.is Króatar brjálaðir: Líkara keilu en handbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegur grís!

Þetta var stórfurðulegur leikur! Ísland einu sinni yfir í leiknum og það var í lokastöðunni!

Þá þróaðist leikurinn all undarlega. Íslenska sóknarliðið var lélegt að hlaupa útaf eftir að sóknunum lauk, þannig að tröllin tvö (eða þrjú) komust oft alls ekki í vörnina, en yfirleitt náðu Pólverjarnir ekki að notfæra sér það!

Þeir spiluðu ekki með sitt besta lið en það gerðum við ekki heldur. (Snorri markahæstur!!!). Rúnar Kára er orðinn flottur leikmaður og Stefán Rafn sýnir að hann er tilbúinn að leysa Guðjón af í horninu.

Þá erum við komin með hörku markmann, enda í læri hjá Svíum þessi misserin.

Veit svo sem á gott þó svo að stjórnun Arons landsliðsþjálfara á liðinu er enn stórfurðuleg. 


mbl.is Ísland í 5. sæti eftir sigur á Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað skrítið!

12 lið komast beint áfram, tvö efstu í hverjum riðli (flokki) sem eru sex, og eitt í viðbót (+ gestgjafarnir?). Það gerir 13-14 lið.

Síðan helmingur liðanna í þriðja sæti (sem er reyndar skrítið því þar er komin oddatala (5 flokkar eða riðlar)). Þá eru komin 16-17 lið en í úrslitakeppninni munu vera 24 lið.

Þarna vantar 7-8 lið sem ekki kemur fram hvernig komast áfram.

Væri hægt að fá betri útskýringu en þetta? 


mbl.is Ísland í fimmta styrkleikaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað sem við gætum átt von á?

Athyglisvert að ESB hafi neitunarvald hjá stofnun eins og WTO og sýnir vel hve smáríki eiga erfitt í samskiptum við þetta stórveldi sem ESB óneitanlega er.

EF eitthvað kemur uppá þá virðast flestar kæruleiðir vera lokaðar og smáríkin algjörlega háð geðþótta stórveldisins.

Þetta ættu þeir menn, sem hvað ákafast og skilyrðislausast vilja ganga í Evrópusambandið, að hafa í huga.

Hætt er við að þar fáum við yfir okkur kúgara slíkan, sem við höfum aldrei séð fyrr.

 


mbl.is Beitti neitunarvaldi gegn Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slakur leikur hjá Íslendingum

Þetta var alls ekki nógu gott, enda byrjunarliðið ekki það besta. Skrítið að sjá Hauk Pál og Jón Daða byrja inná en enn skrítnara að Jón Daði spilaði nær allan leikinn (líklega fór hann útaf þegar Kristinn Jónsson kom inná en ekki Ari Freyr því hann spilaði allan leikinn).

Í byrjun seinni hálfleiks virtist þetta vera að ganga upp en þá komu Guðmundur Þórarinsson (sem áttii klárlega að byrja leikinn) og Björn Daníel Sverrisson inná fyrir Hauk Pál og Steinþór Þorsteinsson. En svo sýndu þjálfararnir snilli sína (sem svo mjög er lofuð hérlendis af sparkspekingum) og tóku Arnór Smárason útaf (sem hafði verið mjög ógnandi í byrjun hálfleiksins) en ekki Jón Daða sem hafði ekki sést í leiknum og sást ekki heldur eftir það, og leikur íslenska liðsins hjaðnaði aftur niður.

Málið er auðvitað það að svo margir í íslenska landsliðinu eru nýkomnir í atvinnumennsku (Björn Daníel, Sverrir Ingi, Kristinn Jóns) eða hafa spilað lítið með sínum liðum (Jón Daði) að þeir hafa ennþá lítið að gera í lið eins og Svíana sem hafa verið þarna alla sína hunds- og kattartíð.

Svo voru landsliðsþjálfararnir auðvitað búnir að lofa því að nota ekki menn sem spila hér heima, en byrja svo með Hauk Pál inná! 

Falleinkun hjá þjálfurunum og  prófinu rétt náð hjá nýliðunum.

Bestir voru auðvitað gömlu jálkarnir sem hafa verið lengi ytra, Birkir Már, Hallgrímur, Indriði, Ari Freyr, Theodór Elmar og Arnór Smára - auk þess sem Matthías átti góða spretti.

Í seinni hálfleiknum sýndu Guðmundur Þórarinsson og Guðjón Baldvinsson að þeir ættu að geta spilað á þessu "leveli", jafnvel Björn Daníel og Guðmundur Kristjáns.


mbl.is Svíar höfðu betur í Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 464324

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband