Ofsaveður?

Ég held nú að það hafi hvergi verið ofaveður á landinu nema þá á Stórhöfða. Ekki einu sinni á Miðhálendinu komst veðurhæðin nálægt því að kallast ofsaveður (28 m/s eða yfir).

Er ekki komið nóg af þessum upphrópunum í sambandi við veðrið? 


mbl.is Áfram hvasst í nótt og á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha?

Er þetta nú ekki einum of langt gengið? Þó að það sé slæmt veður á heiðum kringum höfuðborgina þá er nú óhætt að skreppa út fyrir hússins dyr hér niðri á láglendinu. Veðrið í Reykjavíki nú kl. 19 var 11 m/s!!! Það eru nú öll lætin.

Það er greinilegt að opinberir aðilar eins og lögreglan, almannavarnir, jafnvel vegagerðin og veðurstofan, eru farin að færa sig uppá skaftið hvað valdsvið þeirra varðar.

Hvernig endar þetta eiginlega? Að fólk verði sektað ef þá óhlýðnast fyrirskipunum sem þessum, eða lendi í fangelsi? 


mbl.is Fólk haldi sig innandyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið!

Maður hefði haldið að Gunnar Steinn Jónsson yrði utan hóps en ekki Ólafur, enda Gunnar valinn inn sem 17. maður á sínum tíma.

Líklega þýðir þetta að Aron landsliðsþjálfari hafi meiri áhyggjur af leikstjórnendastöðunni en af skyttunni, enda er Snorri Steinn ekki alveg sterkasta kortið á hendi þjálfarans.

Þetta kemur þó greinilega niður á varnarleiknum því Ólafur hefur verið að spila hann mjög vel í síðustu leikjum. Líklega á Arnór Atla að leysa þá stöðu.

 


mbl.is Ólafur verður utan hóps fyrst um sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðernisrembingnum ekki fyrir að fara!

Það fer greinilega ekki mikið fyrir þjóðernisrembingnum hjá íslenskum fótboltaskríbentum - og svo sem ekki heldur hjá óbreyttum fótboltaáhugamönnunum.

Það er ekki sérstaklega mikill áhugi hér á landi fyrir "Íslendingaliðunum" í ensku úrvalsdeildinni og blaðamennirnir eru ekkert að eyða allt of mörgum orðum á þau lið eða íslensku leikmennina.

Annað gildir í Noregi. Nú er mikill áhugi þar í landi fyrir Íslendingaliðinu Cardiff eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn þjálfari liðsins. Ekki minnkaði áhuginn þegar hann keypti norska landsliðsmanninn Eikrem í gær eða fyrradag og lofaði að hann fengi að spreyta sig strax í fyrsta leiknum.

Ole Gunnar stóð við það og skipti Eikrem inná á 65. mín. en lét trúa fórgönguliða eins og Aron Einar sitja á bekknum allan leikinn!

Ekki tókst það nú allt of vel til, enda tapaðist leikurinn (heima) gegn einhverju lélegasta liði deildarinnar (0-5 og 0-6 marka tap í síðustu leikjum, annað vegna B-liði Nott. For.) og situr Cardiff nú í fallsæti í fyrsta sinn í vetur.

Hætt er við að eigandi Cardiff fari fljótt að sjá eftir ráðningu Ole Gunnars. Kaupin á Eikrem frá Heerenveen, og það að setja hann inná án þess að hafa æft með liðinu, hlýtur að orka tvímælis. Norskir fjölmiðlar eru sammála um það að þessi kaup hafi verið hæpin. Miðjan hjá Cardiff sé ekki vandamálið heldur sóknin - auk þess sem Eikrem hafi ekki verið að gera neinar rósir í Hollandi.

Þá er ferill Solskjærs ekkert sérstaklega merkilegur. Hann gerði reyndar Molde að meisturum í Noregi tvö fyrstu árin sem þjálfari en fékk til þess ógrynni fjár til leikmannakaupa. Í fyrra var liðið svo lengi í neðsta sæti  norsku úrvalsdeildarinnar og fór ekki að rofa til fyrr en undir lokin.

Reynslan af Solskjær sem þjálfara er því lítil og því áhætta við ráða hann. Einnig virðist sem íslenska landsliðið muni líða fyrir ráðninguna því hætta er á að Aron Einar fái að sitja heilmikið á bekknum undir stjórn Ole Gunnars.


mbl.is Everton og Spurs unnu - Sunderland af botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesti glæbóinn?

Vonandi fær þessi maður hæsta dóminn sem gefur hefur verið á hendur spillingarliðinu sem rændi þjóðina í "góðærinu" fyrir Hrun.

En hann er ekki einn og spratt ekki upp úr engu.  

Íslenskt samfélag verður að taka sér tak og hugsa hvað það var - og er - sem gerir að hún skapar siðblind skrímsli eins og Heiðar Má. Kannski kemst hún í raun um að siðblinda hans er einnig siðblinda þjóðarinnar - og tekur sér taki - þó svo að ég efist um það.


mbl.is Risagjaldþrot félags Hreiðars Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif veðurfars á Íslandssöguna

Það er að verða æ ljósara að ekki er hægt að skrifa söguna án þess að taka tillit til veðurfarsbreytinga. Enn eitt dæmi um það er þessi rannsókn hér á landi um hvað kólnunin á 16. öld (byrjar að vísu fyrr og verður svo meiri á 17. og jafnvel 18. öld - og svo auðvitað allt fram á 20. öld) hefur haft mikil áhrif á líf fólks.

Sagnfræðingar hafa vilja kenna siðaskiptunum og verslunareinokuninni um versandi lífskjör almennings hér á landi í byrjun nýaldar en nær er að kenna veðurfarinu um:

http://www.hi.is/frettir/mikid_hrun_i_thorskstofninum_fyrir_idnvaeddar_veidar

Það þyrfti að stórefla rannsóknir á áhrif veðurfars á Íslandssöguna.


mbl.is Þorskurinn hrundi á 16. öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 430 milljónir íslenskra króna

Í frétt Ekstrablaðsins kemur fram að Ragnar verði seldur á meira en 20 milljónir danskra króna. Það eru um 2,2 milljónir punda eða um 430 milljíonir íslenskra króna.

http://ekstrabladet.dk/sport/fodbold/dansk_fodbold/superligaen/fc_midtjylland/article2190128.ece 

Til samanburðar má nefna að Gylfi Þór var seldur á 8 milljónir punda til Tottenham og Alfreð Finnbogason og Aron Jóhannsson eru báðir metnir á 5 milljónir punda. 


mbl.is FCK að selja Ragnar til Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna vantar Spán!

Mér sýnist að spáin sé sú að Íalnd lendi í 3. sæti riðilsins og komist þannig áfram en Norðmenn sitji eftir.

Spánn verði efstir í riðlinumen í fréttinni virðist hafa gleymst að geta þess að þeim sé spáð 3.-4. sætinu í mótinu. Ungverjar verði nr. tvö í riðlinum.

Þetta þýðir að Ísland vinni Norðmenn í fyrsta leiknum en tapi fyrir Spáni og Ungverjum. Kannski, en allavega verður fyrsti leikurinn í mótinu mjög mikilvægur. 


mbl.is Íslendingum spáð 7.-8. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta bólan (sem springur)?

Þær eru að verða nokkrar hótelbyggingarnar sem eiga að rísa í Reykjavík á næstu árum. Hótel við Hörpu, hótel við Austurvöll (í Landsímahúsinu) og annað í Gamla apótekinu stutt frá (við Pósthússtrætið). Þá er verið að byggja stærðar hótel við Höfðatorg. Annað er fyrirhugað við Smiðjustíg (við Hljómalindareitinn) og nú þetta!

Hætt er við að offramboð verði á hótelherbergjum eftir aðeins nokkur ár - og enn ein vitlausa fjárfestingin átt sér stað hér á "landinu okkar". Þær eru nú búnar að vera æði margar svo maður spyr sig hvort ekki sé komið nóg?

Á meðan sárvantar leiguíbúðir en lítið er hins vegar byggt af þeim. Hvernig er með slagorð borgarstjórnarmeirihlutans: borgin er fyrir fólk (en ekki fjárfesta)?


mbl.is Lúxushótel rís á Hverfisgötu 103
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birkir ekki einu sinni á bekknum!

Það hefði átt að vera í lagi að fá uppáhaldsleikmann Lars Lagerbäck, Birkir Bjarna, í landsleikinn við Svía eftir hálfan mánuði.

Hann hefði örugglega fengist laus frá Sampdoria því þeir hafa ekki séð neina þörf fyrir hann hjá sér. Hann var ekki einu sinni í leikmannahópnum hjá Sampdoria í dag, þó svo að blaðamaður mbl.is þykist vita betur!

Ég sakna hans a.m.k. sárt  í landsliðinu!


mbl.is Birkir kom ekkert við sögu í tapi gegn Napoli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 464328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband