Af hverju þá að vera með þessa spá?

Ég held nú að veðurfræðingurinn sé að fegra hlutina aðeins. Það er yfirleitt ekkert að marka veðrið á vedur.is!! Hvað þá að það sé rétt í 80% tilvika. 

Þetta á ekki bara við um vindstyrk sem er nær undantekningalaust rangur, heldur einnig um hitastig.

Því er mér spurn. Af hverju er eiginlega verið að birta þessa spá, sem er nær alltaf vitlaus? 

En þetta er ekkert einskorðað við vedur.is. Sama er að segja um textavarpið (162-92). Þar er nær undantekning að vindstyrkurinn sé réttur, ekki aðeins hvað spána næstu klukkutímana varðar heldur einnig lýsinguna á veðrinu en og það er þegar lýsingin er skrifuð! Þar munar oft 5-10 m/s sem er fjári mikill munur.

Í því tilviki er alltaf spáð, eða lýst, of miklum vindi. Í fyrra tilvikinu. á vedur.is. er hins vegar nær alltaf spáð of litlum vindi miðað við reyndina.

Það er spurning hvort ekki væri best að sameina þessar tvær spár en þá gæti hún verið nærri lagi.

Annars standa veðurfræðingarnir sig almennt illa hvað spár varðar, spá yfirleitt vitlaust og hættir mjög til að ýkja frekar veðrið en hitt (það er svo gaman að spá roki eða miklu frosti, þ.e. svo gaman að ná athygli fólks!).

Þetta verður auðvitað til lengdar til þess að fólk hættir að taka mark á Veðurstofunni (úlfur-úlfur dæmið). Er þá ver af stað farið en heima setið ...

Svo er bara að sjá hvort leiðindaspáin yfir hátíðina standist.

Ég spái því að hún geri það ekki! 

 


mbl.is Gagnslítil spákort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með markmanninn?

Af hverju reyndi hann að að stoppa boltann með fótunum?? - og af hverju tókst honum það ekki???

Mér sýnist þetta nú fyrst og fremst vera algjört klúður hjá markmanninum!

 

 


mbl.is Magnað mark hjá Guðjóni Val (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Elmar og Indriði fái loks séns?

Það verður fróðlegt að sjá hverja landsliðsþjálfararnir velja í æfingarleikinn við Svía fyrst valið einskorðast við þá sem leika á Norðurlöndunum. Og þá hlýtur að vera átt við Skandnavíu því þjálfararnir hafa gefið það út að einungis atvinnumenn verði valdir í liðið héreftir.

Ef svo er þá vantar annan miðvörðinn. Stóra spurningin er hvort Indriði Sigurðson verði valinn eða hvort verði enn einu sinni gengið framhjá þessum fyrirliða og hæst launaða leikmanni Viking. Annar möguleiki er að kíkja á Jón Guðna Fjóluson hjá Sundsvall en hann spilaði vel með liðinu undir lok síðustu leiktíðar.

Þá vantar báða varnartengiliðina og þar með kemur svipuð spurning upp. Verður Theodór Elmar Bjarnason valinn eða verður enn einu sinni gengið framhjá einum eftirsóttasta leikmanni dönsku úrvalsdeildarinnar?

Ef mér mætti ráða þá setti ég Ara Fey Skúlason í hina varnartengiliðsstöðuna (hann er jú eiginlega miðjumaður en ekki vinstri bakvörður) og prófaði Kristinn Jónsson í vinstri bakvörðinn enda er hann nú orðinn atvinnumaður í sænsku úrvalsdeildinni. Hallgrímur Jónasson gæti einnig spilað bakvörðinn ef því er að skipta og janfvel tengiliðinn. Þá hefur Guðmundur Þórarinsson verið að standa sig mjög vel hjá Sarpsborg og ætti að geta ráðið mjög vel við vinstri varnartengiliðsstöðuna.

Markmaðurinn er gefinn enda kominn í atvinnumennsku í Noregi. 

Þá vantar aðeins fjóra leikmenn sem allir spila frammi, tvo kantmenn og tvo framherja. Steinþór Freyr Þorsteinsson finnst mér gefinn öðru megin á kantinum. Hinum megin er Arnór Smárason ágætur kandidat enda verið viðloðandi landsliðið undanfarið. 

Framherjarnir ættu að vera gefnir, þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðjón Baldvinsson.

Þetta eru 14 svo það vantar tvo varamenn í viðbót. Haraldur Björnsson er öflugur markmaður og Pálmi Rafn Pálmason góður frammi.

Svo er auðvitað spurning hvort að Rússarnir séu að leika um hávetur og þá er Sölvi Geir gefinn í miðvörðinn. 


mbl.is Landsleikur við Svía í Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki í landsliðinu!

Aron Kristjánsson er greinilega við sama heygarðshornið og Guðmundur Guðmundsson var áður, þ.e. að veðja alltaf á sama leikstjórnandann, sama hvað hann er lélegur.

Ég á við Snorra Stein sem enn og aftur fær traustið til að stjórna sóknarleik íslenska liðsins, þótt lítil eða engin ógnun hafi verið í leik hans mörg undanfarin ár (frekar spilað sem annar línumaður landsliðsins en ógnandi útileikmaður). Reyndar eru þetta sömu örlög og Ragnar Óskarsson þurfti lengi að glíma við, en hann lék lengi í Frakklandi og var löngum markhæstur leikmanna þar án þess að fá nein tækifæri með íslenska landsliðinu sem heiti geti.

Nú er aftur kominn ekta línumaður sem valkostur í stað Snorra Steins, en samt er sá gamli enn og aftur valinn.

Aron Kristjánsson er greinilega ekki að koma með neina nýja hluti sem landsliðsþjálfari. Ef liðið stendur sig nú ekki á HM, rétt eins og það klikkaði á síðasta móti undir stjórn Arons, finnst mér eðlilegt að hann fá reisupassann.

En þó ég spái lélegu gengi liðsins nú í janúar spái ég því að Aron verði áfram ... Svona er nú bara hinn íslenski íþróttaheimur. 


mbl.is Gunnar Steinn í liði umferðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikflétta!?

Þessi atburðarás lyktar langar leiðir af miður góðum þef. 

Fyrst var það niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu sem Páll stóð fyrir óumbeðinn, og svo þessi uppsögn hans á mjög svo sérkennilegum tímapunkti.

Þá eru nýjustu fréttir þær að Framsóknarmaðurinn (eða eigum við kannski frekar að segja hinn Bjarti framtíðarmaður?) Helgi P. sé ráðinn í starf útvarpsstjóra tímabundið!

Það er spurning hvað Páll hafi fengið borgað mikið fyrir að hætta (eða farið fram á). Hann er jú þekktur peningamaður sem var einkar harður fyrir eigin hönd í launakröfunum.

Hvað ætli starfslokasamningurinn hljóði uppá - og einnig er spurning hvort hann fái að halda jeppanum ....? 


mbl.is Staða útvarpsstjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Og du bor i Bergen"

Skrítið að sjá eina stelpuna skirpa út úr sér harðfiskinum (ég sá ekki fleiri gera það), vegna þess að Norðmenn borða meira að segja skreið, sem við látum yfirleitt ekki innfyrir okkar varir.
mbl.is Hræktu harðfisknum í ríki Þóris - myndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin heilaga þrenning!

Þessir þrír leiðtogar eru þeir sem hvað harðast hafa gengið fram undanfarið, ásamt Frökkum, við að "frelsa" hinn múslímska heim undan "harðstjórunum". Í kjölfarið hefur ríkt algjör skálmöld í þessum ríkjum með mjög vaxandi áhrifum öfga-íslamista.

Þá er forsætisráðherra Dana sá þjóðarleiðtogi sem hefur gert minnst úr njósnum Bandaríkjamanna á almennum borgunum í heiminum, meira að segja meðal helstu bandamanna sinna. Hún hefur sagt að það þurfi ekkert að rannsaka njósnir USA í Danmörku.

Lítill áhugi hennar og Obama á minningarathöfninni um Mandela er því skiljanlegur en hann barðist sem kunnugt er harðlega gegn yfirráðastefnu Vesturlanda gagnvart þriðja heiminum.

Áhugaleysi þriðja aðilans, Carmeron forsætisráðherra Breta, er að auki skiljanlegur út frá því að hann var á sínum tíma ákafur stuðningsmaður Apartheid-stjórnarinnar í Suður-Afríku, ásamt flestum öðrum ungum íhaldsmönnum í Bretlandi. Góð umfjöllun um þetta er hér:

http://newint.org/columns/steve-parry/2013/11/01/mandela-my-hero/ 

Já, þetta er féleg þrenning sem þarna sýnir sitt rétta andlit (óvart!). Eina manneskja sem sýnir athöfninni kurteisi er frú Obama sem eflaust hefur hugsað sitt.


mbl.is Tók „selfie“ með Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúrik fékk bestu dómana!

Rúrik fékk ekki aðeins eina af bestu dómunum fyrir frammistöðu sína í leik FCK gegn Real Madrid, heldur fékk ahnn hæstu einkunnina og þar af leiðandi bestu ummælin.

Þar sem meðal annars frá meiðlsun hans fyrir leikinn og að hann hafi samt verið langbesti maður liðsins: ”islændingen var med afstand FCK's bedste”.

Þá kemur einnig fram að hann hafi farið illa með vinstri bakvörð Real Madrid, hinn stórgóða leikmann Marcelo, og hafi lokið góðu leiktímabili með góðri frammistöðu í þessum leik: "Kampens store FC-oplevelse, for Gislason lukkede et flot efterår med en fornem indsats fuld af vilje og offensivt drev. Rykkede flere gange rundt med Marcelo, havde både FCK's skarpeste indlæg og farligste forsøg, og viste også ro med bolden når der var brug for det."

Vonandi verður þessi frammistaða hans til þess að fá landsliðsþjálfaranna til að veðja á Rúrik í landsliðið í stað Birkis Bjarnasonar sem flestir nema þeir sjá að er mun lakari leikmaður.

Annars er það til skammar hvað lítil áhugi er meðal íslenskra fjölmiðla fyrir þátttöku "Íslendinga"liðannna í Meistaradeildinni. Sem dæmi um það má nefna að ekki var sýnt frá leiknum á Stöð 2 Sport heldur þremur öðrum leikjum (svo sem Galatasary og Juventus!) og á mbl.is var ekki sagt sérstaklega frá úrslitunum í þessum leik heldur einungis talin upp með hinum úrslitum meistararadeildarinnar - og það aftast í fréttinni eisn og þau skiptu okkur lesendum minnsta máli.


mbl.is Rúrik fékk góða dóma fyrir leikinn gegn Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"venjulegs fólks"?

Merkilegt hvernig fjármálaráðherrann talar - og hverja hann telur vera venjulegt fólk. Hann hefur boðað lækkun barnabóta og vaxtabóta en þeir sem verða fyrir barðinu á því eru að flestra mati "venjulegt" fólk.

Hann og ríkisstjórnin vilja hins vegar ekki taka frá þeim sem hafa breiðustu bökin, svo sem útgerðarmenn og forríkir ferðaþjónustuaðilar, heldur lækka veiðigjald og eðlilega sköttun á ferðaþjónustuna.

Þá vill hann lækka skatt á  meðaltekjur en sá skattur er núna sá lægsti sem fyrirfinnst á Norðurlöndunum - og er vel á færi þessa meðaltekjuhóps að borga (sem er með allt að 700.000 þús. kr. á mánuði og jafnvel meira). 

Já, það er ekki nema von að ráðherrann sé reiður!


mbl.is „Seilast ofan í vasa venjulegs fólks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband